Samfélagsmiðlar

Tveir dagar í Edinborg með kræsingum og kennileitum

Í höfuðborg Skotlands er nánast allt í göngufæri. Hér er tillaga að rölti milli þekktustu staða borgarinnar með nokkrum góðum nestisstoppum.

Dagur 1 – Gamli bærinn

Kaffið fyrir kastalaheimsókn
Það úir og grúir af keðjukaffihúsum í Edinborg en eigendur Brew Lab (6 College Street) hafa meiri áhuga á góðu kaffi en útþenslu.

Skyldustoppið
Edinborgarkastali er helsta kennileiti borgarinnar og þeir sem mæta með fyrri skipunum sleppa við hjarðir af ferðamönnum. Hliðin opna klukkan hálftíu.

Royal Mile
Minjagripabúðir standa hlið við hlið á Royal Mile, götunum sem liggja í beinni línu frá kastalanum og niður að þinghúsinu. Það er engu að síður gaman að rölta eftir þessu gamla aðalstræti og þræða verslunargöturnar sem liggja þar fyrir neðan, t.d. Victoria Street og Haymarket.  Þinghúsið er opið almenningi alla daga nema sunnudaga og það kostar ekkert inn. Hollyroodhouse slottið er lokað yfir hásumarið þegar Elísabetar II. flytur inn en annars geta ferðamenn ráfað þar um.

Calton Hill
Þessi hóll við austurenda miðborgarinnar er einn elsti almenningsgarður Breta. Héðan er útsýnið einstakt yfir gamla og nýja bæinn og út til sjávarsíðunnar. Á toppi hæðarinnar er National Monument sem er sennilega þekktasta ókláraða mannvirki borgarinnar.

Kvöldmatur
The Outsider (15 George IV Bridge) er vinsæll því þar er sambandið milli gæða og verðs gott. Matseðillinn er fjölbreyttur og óhætt er að mæla með fiski dagsins. Það borgar sig að panta borð.

Dagur 2 – Nýi bærinn

Egg og skoskur lax
Það er viðeigandi að borða blóðmör með morgunmatnum að hætti Skota. Þeir sem vilja fara fínna í þetta kíkja í kjallarann hjá Urban Angels (Hannover Street 121) og fá sér Egg Benedict með skoskum laxi.

Ríkislistin

Við rætur kastalahæðarinnar er National Gallery of Scotland til húsa í tveimur byggingum. Í þeirri aftari er að finna brot af þekktustu listaverkum þjóðarinnar ásamt nokkrum góðum frá frægustu málurum síðustu alda. Frítt inn.

Verslað
Princes Street blasir við þegar komið er út af safninu. Þar er nóg af búðum og líka á Queen Street og George Street sem liggja samhliða Princes Street.

Fiskur og franskar
Það er ávallt nýr fiskur á boðstólum á Queens Arms (49 Frederick Street) og þar er daglega skipt um djúpsteikingarfeiti. Það er því leit að jafn bragðgóðri útgáfu af þessum þekkta rétti.

Á pöbbinn til Fraser
Hann er með mikið yfirvaraskegg hann Fraser Gillespie á Kay´s Bar (Jamaica Street 39). Og sá hefur gaman að því að segja fólki frá ölinu sínu og viskíinu. Það er leit að huggulegri knæpu í borginni.

Farið í hundana
Á annarri hæð Hannover Street 110 er The Dogs til húsa. Stemningin er heimilisleg og maturinn sömuleiðis. The Dogs eru meðal annars fastur liður í ferðabókum Michelin sem segir sína sögu.

Easy Jet flýgur til Edinborgar frá Keflavík tvisvar í viku allt árið um kring.

HVAR ER BEST AÐ GISTA Í EDINBORG?
VEGVÍSIR: Brot af því besta í Edinborg

Myndir: Kay´s Bar og Scotland on view

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …