Samfélagsmiðlar

Vilja bæta réttindi þeirra sem bóka ferðalög á netinu

Í dag eru farþegar sem kaupa pakkaferðir hjá ferðaskrifstofum betur settir ef eitthvað út af fer en þeir sem setja ferðina saman sjálfir. Framkvæmdaráð Evrópusambandsins vill auka skyldur ferðasala.

Ef flugfélag verður gjaldþrota er hætta á að mikill meirihluti farþega verði strandaglópar og þurfi að koma sér heim fyrir eigin reikning. Þeir sem eiga ónotaða miða með félaginu fá þá ekki bætta nema gera kröfu í þrotabúið. Hins vegar eru þeir farþegar sem til dæmis hafa keypt flug og hótel saman í einum pakka mun betur staddir. Þeir fá borgaða heimferð ef ferðalagið er hafið og fá ónýtta miða endurgreidda.

Tímabær lagfæring

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að beita sér fyrir því að fleiri farþegar njóti þeirra réttinda sem pakkaferðirnar bjóða upp á í dag. Núverandi reglur voru samþykktar fyrir nærri aldarfjórðungi síðan og með breytingunum verða þær færðar inn í stafrænu öldina líkt og segir fréttatilkynningu sem framkvæmdastjórnin sendi frá sér í gær. Þar kemur einnig fram að í dag kaupir innan við fjórðungur farþega í Evrópu pakkaðferðir. Réttindi allra hinna séu því engin eða á gráu svæði ef gjaldþrot eða náttúruhamfarir riðla ferðaplönum.

Útvíkka skilgreininguna á pakkaferð

Samkvæmt tillögum framkvæmdastjórnarinnar þá munu þeir neytendur sem bóka flugmiða, hótel og jafnvel bílaleigubíl á netsíðu flugfélags eða ferðaskrifstofu njóta sömu réttinda og um pakkaferð væri að ræða. Jafnvel þó hlutirnir séu greiddir í sitthvoru lagi og þar af leiðandi ekki hluti af einum pakka. Verði þessar tillögur að veruleika þá áætlar framkvæmdastjórn ESB að um helmingur farþega muni njóta þeirra réttinda sem aðeins fjórðungur býr við í dag. Viviane Reding, dómsmálastjóri ESB, sagði á fundi með fréttamönnum í gær að nýju reglurnar myndu veita ferðamönnum öryggisnet og hugarró en búist er við árlega muni 120 milljónir neytenda njóta góðs af breytingunum.

Takmarkar rétt til hækkana

Frumvarp framkvæmdastjórnarinnar mun einnig setja flugfélögum skorður varðandi verðbreytingar eftir að kaup hafa verið gerð og jafnvel gera félögunum það skylt að veita farþegum afslátt ef miklar breytingar verða á kostnaði, t.d. vegna lækkunar á eldsneyti eða lendingargjöldum. Einnig á að auka möguleika neytenda á að hætta við ferðir án þess þó að borga fullt gjald.

Hvenær þetta frumvarp verður tekið til afgreiðslu á Evrópuþinginu liggur ekki fyrir. Eins kemur ekki fram í tilkynningunni hvort flugfélög og ferðaskrifstofur verði að borga hærri tryggingar til að standa straum að hugsanlegum kostnaði við að flytja farþega heim.

Fylgstu með Túrista á Facebook

TILBOÐ: Viltu afslátt af gistingu, frían morgunmat eða ókeypis freyðivín upp á herbergi?
HÓTEL: Einföld leit að ódýrum hótelum út um allan heim

Mynd:SAS

Nýtt efni

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …