Vonandi frítt net í flugstöðinni fyrir sumarlok

Ekki tókst á að bjóða upp á frítt netsamband í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í byrjun sumars líkt og stefnt var að. Vonast er til að sambandið verði komið á um miðjan ágúst.

Það styttist í að Keflavíkurflugvöllur bætist í sífellt stækkandi hóp flugstöðva þar sem farþegar komast á netið án þess að greiða fyrir. Þess háttar þjónusta er orðin almenn meðal frændþjóðanna því um áttatíu norrænar flugstöðvar bjóða upp á netsamband án endurgjalds. Forsvarsmenn Isavia, rekstraraðila Keflavíkurflugvallar, höfuð áætlað að feta í fótspor kollega sinna á hinum Norðurlöndunum í byrjun sumars en af því varð ekki. Uppsetning reyndist flóknari en gert var ráð fyrir en talsmaður Isavia segist vonast til að allt verið klárt innan þriggja vikna.

Í dag greiða farþegar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar 490 krónur fyrir klukkutíma aðgang að þráðlausu neti. Fjórir tímar kosta 990 krónur og sólarhringur 1990 krónur.

Fylgstu með Túrista á Facebook

NÝJAR GREINAR: Flugrútan fær að leggja við flugstöðina á ný

Mynd: Isavia