Samfélagsmiðlar

Áhugi Íslendinga á heimilaskiptum vekur athygli

Það eru sífellt fleiri sem spara sér gistinguna í fríinu með því að skipta á íbúðum við einhvern sem býr í útlöndum. Sesselja Traustadóttir er umboðsmaður Intervac á Íslandi en samtökin hafa aðstoðað fólk við heimilaskipti í meira hálfa öld. Túristi forvitnaðist um samtökin hjá Sesselju.


Hafa vinsældir heimilaskipta breyst meðal Íslendinga síðustu ár?

Þegar krónan fór á hliðina 2008 varð algjört stopp í heimilaskiptum. En það stóð aðeins í skamma stund því fljótlega áttaði fólk sig á því að lífið héldi áfram og heimilaskipti eru frábær leið til að gera vel með það sem maður hefur. Fjölgun félagsmanna varð söguleg í kjölfarið og innan Intervac samtakanna hefur aukningin á Íslandi vakið mikla athygli.

Hvað kostar að vera á listanum?

Við bjóðum þrenns konar aðild. Í fyrsta lagi býðst prufuaðild, sem er ágætis tækifæri til þess að skoða í kringum sig á vefnum og setja inn eigin skráningu. Prufuaðildin er frí og er opin í tvær vikur. Með henni er ekki hægt að tengjast öðrum félagsmönnum Intervac. Síðan er í boði eins eða tveggja ára aðild. Árið er fljótt að líða í Intervac og ég mæli ævinlega með tveggja ára aðild enda er verðið fyrir hana mjög hagstætt. Árgjaldið er 65 evrur en tvö ár kosta 120 evrur.

Eru einhverjar þjóðir sem eru áhugasamari um íbúðaskipti við Íslendinga en aðrar?

Það eru ótrúlega jöfn skipti við flest lönd Evrópu; Frakkland, Spánn, Þýskaland, Danmörk, Bretland, Svíþjóð, Belgía og svo eru jafnvel Íslendingar að skipta sín á milli. Það er skemmtilegur kostur sem hefur aukist á liðnum árum enda félagsmenn dreifðir um allt land.

Hvað kemur fólki mest á óvart þegar það prófar íbúðaskipti í fyrsta skipti?

Þegar búið er að ákveða að reyna íbúðaskiptin, sem er smá þröskuldur fyrir flesta, þá kemur það líklega mest á óvart hversu frábær ferðamáti þetta er. Fyrir það fyrsta er þetta sérlega hollt fyrir mörg heimili – ýmislegt smálegt er loksins lagað og maður þarf aðeins að líta í kringum sig og gefa sjálfum sér klapp á bakið fyrir fallegt heimili. Síðan eru það skiptin sjálf. Við tökum á móti fólki með því að bjóða þeim upp á sitthvað smálegt við komuna. Ferskt brauð, ostur og drykkir í ískápnum. Fólk gengur frá samning sín á milli á vefnum okkar og kemur sér saman um lyklaskiptin og fleira. Oft er líka skipt á bílum. Það er ótrúlegt hversu þægilegt það er að fá að búa í hýbílum annars fólks. Og tilhugsunin um að einhver annar sé í þínu eigin húsnæði, gætir þess og verndar, er afar þakklát tilfinning á meðan maður er af bæ. Oft hefur mér dottið í hug hvort að ekki mætti lækka tryggingariðgjöld fólks vegna heimilaskipta, því betri þjófavörn fær maður ekki en góða skiptifélaga í heimilaskiptum.

Í síðustu viku fór í loftið nýr vefur hjá Intervac (sjá hér). Í ár eru samtökin 60 ára gömul og af því tilefni verður boðið upp á 10% afmælisafslátt af árgjaldi Intervac frá opnun nýja vefsins til 30. sept. nk. Nýi vefurinn býður fjölbreytta leitarkosti og er á fjölmörgum tungumálum, m.a. á íslensku. Á honum verður öll staðbundin leit aðgengilegri. Auk þess gefur hann notendum aukið rými fyrir eigin kynningar, með myndum og texta. Hann styður Iphone og Android kerfin.

TILBOÐ: 15% afsláttur á góðu hóteli í Kaupmannahöfn
BÍLALEIGA: Gerðu verðsamanburð á bílaleigubílum út um allan heim

Skjámynd: Intervac


Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …