Samfélagsmiðlar

Áhugi Íslendinga á heimilaskiptum vekur athygli

Það eru sífellt fleiri sem spara sér gistinguna í fríinu með því að skipta á íbúðum við einhvern sem býr í útlöndum. Sesselja Traustadóttir er umboðsmaður Intervac á Íslandi en samtökin hafa aðstoðað fólk við heimilaskipti í meira hálfa öld. Túristi forvitnaðist um samtökin hjá Sesselju.


Hafa vinsældir heimilaskipta breyst meðal Íslendinga síðustu ár?

Þegar krónan fór á hliðina 2008 varð algjört stopp í heimilaskiptum. En það stóð aðeins í skamma stund því fljótlega áttaði fólk sig á því að lífið héldi áfram og heimilaskipti eru frábær leið til að gera vel með það sem maður hefur. Fjölgun félagsmanna varð söguleg í kjölfarið og innan Intervac samtakanna hefur aukningin á Íslandi vakið mikla athygli.

Hvað kostar að vera á listanum?

Við bjóðum þrenns konar aðild. Í fyrsta lagi býðst prufuaðild, sem er ágætis tækifæri til þess að skoða í kringum sig á vefnum og setja inn eigin skráningu. Prufuaðildin er frí og er opin í tvær vikur. Með henni er ekki hægt að tengjast öðrum félagsmönnum Intervac. Síðan er í boði eins eða tveggja ára aðild. Árið er fljótt að líða í Intervac og ég mæli ævinlega með tveggja ára aðild enda er verðið fyrir hana mjög hagstætt. Árgjaldið er 65 evrur en tvö ár kosta 120 evrur.

Eru einhverjar þjóðir sem eru áhugasamari um íbúðaskipti við Íslendinga en aðrar?

Það eru ótrúlega jöfn skipti við flest lönd Evrópu; Frakkland, Spánn, Þýskaland, Danmörk, Bretland, Svíþjóð, Belgía og svo eru jafnvel Íslendingar að skipta sín á milli. Það er skemmtilegur kostur sem hefur aukist á liðnum árum enda félagsmenn dreifðir um allt land.

Hvað kemur fólki mest á óvart þegar það prófar íbúðaskipti í fyrsta skipti?

Þegar búið er að ákveða að reyna íbúðaskiptin, sem er smá þröskuldur fyrir flesta, þá kemur það líklega mest á óvart hversu frábær ferðamáti þetta er. Fyrir það fyrsta er þetta sérlega hollt fyrir mörg heimili – ýmislegt smálegt er loksins lagað og maður þarf aðeins að líta í kringum sig og gefa sjálfum sér klapp á bakið fyrir fallegt heimili. Síðan eru það skiptin sjálf. Við tökum á móti fólki með því að bjóða þeim upp á sitthvað smálegt við komuna. Ferskt brauð, ostur og drykkir í ískápnum. Fólk gengur frá samning sín á milli á vefnum okkar og kemur sér saman um lyklaskiptin og fleira. Oft er líka skipt á bílum. Það er ótrúlegt hversu þægilegt það er að fá að búa í hýbílum annars fólks. Og tilhugsunin um að einhver annar sé í þínu eigin húsnæði, gætir þess og verndar, er afar þakklát tilfinning á meðan maður er af bæ. Oft hefur mér dottið í hug hvort að ekki mætti lækka tryggingariðgjöld fólks vegna heimilaskipta, því betri þjófavörn fær maður ekki en góða skiptifélaga í heimilaskiptum.

Í síðustu viku fór í loftið nýr vefur hjá Intervac (sjá hér). Í ár eru samtökin 60 ára gömul og af því tilefni verður boðið upp á 10% afmælisafslátt af árgjaldi Intervac frá opnun nýja vefsins til 30. sept. nk. Nýi vefurinn býður fjölbreytta leitarkosti og er á fjölmörgum tungumálum, m.a. á íslensku. Á honum verður öll staðbundin leit aðgengilegri. Auk þess gefur hann notendum aukið rými fyrir eigin kynningar, með myndum og texta. Hann styður Iphone og Android kerfin.

TILBOÐ: 15% afsláttur á góðu hóteli í Kaupmannahöfn
BÍLALEIGA: Gerðu verðsamanburð á bílaleigubílum út um allan heim

Skjámynd: Intervac


Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …