Samfélagsmiðlar

Áhugi Íslendinga á heimilaskiptum vekur athygli

Það eru sífellt fleiri sem spara sér gistinguna í fríinu með því að skipta á íbúðum við einhvern sem býr í útlöndum. Sesselja Traustadóttir er umboðsmaður Intervac á Íslandi en samtökin hafa aðstoðað fólk við heimilaskipti í meira hálfa öld. Túristi forvitnaðist um samtökin hjá Sesselju.


Hafa vinsældir heimilaskipta breyst meðal Íslendinga síðustu ár?

Þegar krónan fór á hliðina 2008 varð algjört stopp í heimilaskiptum. En það stóð aðeins í skamma stund því fljótlega áttaði fólk sig á því að lífið héldi áfram og heimilaskipti eru frábær leið til að gera vel með það sem maður hefur. Fjölgun félagsmanna varð söguleg í kjölfarið og innan Intervac samtakanna hefur aukningin á Íslandi vakið mikla athygli.

Hvað kostar að vera á listanum?

Við bjóðum þrenns konar aðild. Í fyrsta lagi býðst prufuaðild, sem er ágætis tækifæri til þess að skoða í kringum sig á vefnum og setja inn eigin skráningu. Prufuaðildin er frí og er opin í tvær vikur. Með henni er ekki hægt að tengjast öðrum félagsmönnum Intervac. Síðan er í boði eins eða tveggja ára aðild. Árið er fljótt að líða í Intervac og ég mæli ævinlega með tveggja ára aðild enda er verðið fyrir hana mjög hagstætt. Árgjaldið er 65 evrur en tvö ár kosta 120 evrur.

Eru einhverjar þjóðir sem eru áhugasamari um íbúðaskipti við Íslendinga en aðrar?

Það eru ótrúlega jöfn skipti við flest lönd Evrópu; Frakkland, Spánn, Þýskaland, Danmörk, Bretland, Svíþjóð, Belgía og svo eru jafnvel Íslendingar að skipta sín á milli. Það er skemmtilegur kostur sem hefur aukist á liðnum árum enda félagsmenn dreifðir um allt land.

Hvað kemur fólki mest á óvart þegar það prófar íbúðaskipti í fyrsta skipti?

Þegar búið er að ákveða að reyna íbúðaskiptin, sem er smá þröskuldur fyrir flesta, þá kemur það líklega mest á óvart hversu frábær ferðamáti þetta er. Fyrir það fyrsta er þetta sérlega hollt fyrir mörg heimili – ýmislegt smálegt er loksins lagað og maður þarf aðeins að líta í kringum sig og gefa sjálfum sér klapp á bakið fyrir fallegt heimili. Síðan eru það skiptin sjálf. Við tökum á móti fólki með því að bjóða þeim upp á sitthvað smálegt við komuna. Ferskt brauð, ostur og drykkir í ískápnum. Fólk gengur frá samning sín á milli á vefnum okkar og kemur sér saman um lyklaskiptin og fleira. Oft er líka skipt á bílum. Það er ótrúlegt hversu þægilegt það er að fá að búa í hýbílum annars fólks. Og tilhugsunin um að einhver annar sé í þínu eigin húsnæði, gætir þess og verndar, er afar þakklát tilfinning á meðan maður er af bæ. Oft hefur mér dottið í hug hvort að ekki mætti lækka tryggingariðgjöld fólks vegna heimilaskipta, því betri þjófavörn fær maður ekki en góða skiptifélaga í heimilaskiptum.

Í síðustu viku fór í loftið nýr vefur hjá Intervac (sjá hér). Í ár eru samtökin 60 ára gömul og af því tilefni verður boðið upp á 10% afmælisafslátt af árgjaldi Intervac frá opnun nýja vefsins til 30. sept. nk. Nýi vefurinn býður fjölbreytta leitarkosti og er á fjölmörgum tungumálum, m.a. á íslensku. Á honum verður öll staðbundin leit aðgengilegri. Auk þess gefur hann notendum aukið rými fyrir eigin kynningar, með myndum og texta. Hann styður Iphone og Android kerfin.

TILBOÐ: 15% afsláttur á góðu hóteli í Kaupmannahöfn
BÍLALEIGA: Gerðu verðsamanburð á bílaleigubílum út um allan heim

Skjámynd: Intervac


Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …