Beint flug til 36 áfangastaða í vetur

Það verður boðið upp á áætlunarferðir til þrjátíu og þriggja flugvalla í N-Ameríku og Evrópu frá Keflavíkurflugvelli. Frá Reykjavík verður flogið til Grænlands og Færeyja. Hér sérðu hverjir fljúga hvert í vetur.

Í sumar hafa farþegar á Keflavíkurflugvelli haft möguleika á að fljúga beint til 45 borga en í vetur minnkar framboðið um nærri helming. Staðirnir verða þrjátíu og þrír og enginn þeirra er nýr af nálinni. Þó mun Icelandair í fyrsta sinn fljúga til Newark í nágrenni New York og bætist flugið þangað við daglegar ferðir til John F. Kennedy vallarins. Flugfélag Íslands flýgur frá Reykjavíkurflugvelli til Nuuk, Ilulissat og Kulusuk á Grænlandi og til Þórshafnar í Færeyjum ásamt Atlantic Airways.

Loftbrú til London

Í byrjun næsta árs fjölgar Easy Jet ferðum sínum frá Keflavík til Luton flugvallar, í nágrenni Lundúna, úr fjórum í sex. Þar með geta farþegar hér á landi valið úr allt að 37 ferðum í viku til borgarinnar því Icelandair flýgur tvisvar á dag til Heathrow og fimm sinnum í viku til Gatwick. Wow Air flýgur þangað tvisvar á dag nema þriðjudaga og laugardaga. Hefur framboð á flugi til London því meira en tvöfaldast á tveimur árum eins og áður var greint frá hér á síðunni.

Við Lundúnarflugið bætast svo reglulegar ferðir til Edinborgar, Glasgow og Manchester og samtals verða vikulegar ferðir frá Keflavík til Bretlands fjörtíu og níu talsins. Flugfarþegar hér á landi geta einnig valið úr meira en einni ferð á dag til Boston, Kaupmannahafnar, Oslóar, New York og Parísar.

Með því að smella á áfangastaði á kortinu hér fyrir ofan fást upplýsingar um hversu oft er flogið til viðkomandi staðar og hvaða félög bjóða upp á reglulegar ferðir þangað frá 1. október og til loka apríl.

TILBOÐ: 15% afsláttur á góðu hóteli í Kaupmannahöfn
BÍLALEIGA: Gerðu verðsamanburð á bílaleigubílum út um allan heim

Skjámynd: Google Maps