Bestu gistiheimili í heimi

Þessi tíu gistiheimili voru valin best af notendum bókunarsíðunnar Hostelworld. Á lista þeirra bestu á Íslandi eru tvö sem deila með sér toppsætinu.

Það er nóg af ódýrri og góðri gistingu í höfuðborg Portúgals. Alla vega ef marka listann yfir þau gistiheimili sem hlotið hafa bestu dóma notenda bókunarsíðunnar Hostelworld. Fjögur efstu sætin eru nefnilega skipuð gistiheimilum í Lissabon. Sigurvegarinn í ár var Yes! sem toppaði líka lista síðunnar fyrir tveimur árum síðan.

Það kostar innan við fjögur þúsund krónur að eyða nótt í koju á Yes! en tveggja manna herbergi með baði kostar þrefalt meira. Það er örugglega hægt að bóka hótelherbergi í borginni fyrir álíka upphæð en miðað við hversu ánægðir gestirnir eru með gistiheimilin á topplistanum þá eru túristar sennilega betur settir þar en á ódýru hóteli.

Á Hostelworld.com má finna ódýra gistingu í meira en 180 löndum. Hins vegar komast aðeins evrópsk gistiheimili á lista þeirra bestu. Á Íslandi eru það Kex hostel og Reykjavík Downtown Hostel sem fá bestu umsögnina.

10 bestu gistiheimilin í ár:

  1. Yes!, Lissabon.
  2. Home Hostel, Lissabon.
  3. Travellers House, Lissabon.
  4. Living Lounge Hostel, Lissabon.
  5. Hostel One Paralelo, Barcelona.
  6. Vagabonds, Belfast.
  7. Cocomama, Amsterdam.
  8. Hostel Riad, Marrakech.
  9. The Garden Backpacker, Seville
  10. Ostello Bello, Mílanó

Fylgstu með Túrista á Facebook

TILBOÐ: Viltu afslátt af gistingu, frían morgunmat eða ókeypis freyðivín upp á herbergi?
HÓTEL: Einföld leit að ódýrum hótelum út um allan heim

Mynd: Yes! Lissabon