Dans(veitinga)hús í Berlín

Viltu fá þér snúning í Berlín? Jafnvel á meðan þú bíður eftir aðalréttinum? Hér er staðurinn.

Clärchens Ballhaus hefur lengi verið athvarf þeirra sem vilja taka sporið í Berlín. Staðurinn nýtur mikilla vinsælda og þar er glatt á hjalla langt fram á nótt nær alla daga vikunnar. Á Clärchens Ballhaus má líka setjast niður og fá sér að borða og það er leit að jafn skemmtilegum veitingastað. Um kvöldmatarleytið eru nefnilega haldin dansnámskeið í aðalsalnum og þá geta matargestir staðið upp á milli rétta og fengið leiðsögn í salsa, Cha cha cha eða jafnvel tangó.

Maturinn er ekki aðalatriðið á þessu dansveitingahúsi í Mitte en það er óhætt að mæla með heimsókn þangað og hið risastóra Crème Brûlée er 7 evra virði.

Aldarafmæli Clärchens Ballhaus (Auguststrasse 24) verður fagnað 9. til 15. september og af því tilefni verður sérstök hátíðardagskrá boðstólum.

BÍLALEIGA: Auðveld leit að hagstæðasta bílnum
HÓTEL: Ódýr hótel út um allan heim

Greinin birtist áður í Fréttatímaum
Myndir: Clärchens Ballhaus