Dýrara á fótboltasafn Börsunga en Louvre

Safn hins sigursæla knattspyrnuliðs Barcelona nýtur það mikilla vinsælda að miðasölustjórinn hækkaði nýverið aðgangseyrinn töluvert.

Í fyrra heimsóttu um 1,3 milljónir manna safnið sem tileinkað er knattspyrnuliðinu Barcelona á Spáni. Til samanburðar voru gestir Guggenheim safnsins í Bilbao rétt tæplega milljón talsins samkvæmt frétt vefsíðunnar 02B.com. Þar kemur fram að miðinn inn á safn Börsunga hafi nýverið verið hækkaður úr 17 evrum í 23 evrur. Það jafngildir um 3700 íslenskum krónum.

Aðgangur að Louvre safninu í París kostar um helmingi minni og þeir sem heimsækja MoMa í New York borga líka mun minna en fótboltaáhugamenn í Barcelona gera.

Einn af hápunktum Barcelona safnsins er innlit inn í bikaraherbergi liðsins og rölt um leikvanginn sjálfan, Camp Nou.

Fylgstu með Túrista á Facebook

HÓTEL: Ódýr gisting út um allan heim

Mynd: awsandlight/Creative Commons