Ekki ljóst hvenær Wow Air fær flugrekstrarleyfi

Í apríl sóttu forsvarsmenn Wow Air um flugrekstrarleyfi og sögðust þá vonast eftir niðurstöðum í haust. Nú lok sumars liggur ekki fyrir hvenær Samgöngustofa líkur vinnu við umsóknina.

Flugrekstrarleyfi er forsenda fyrir því að Wow Air geti boðið upp á daglegt flug til N-Ameríku á næsta ári samkvæmt því sem kom fram í tilkynningu félagsins í vor þegar stjórnendur þess skiluðu inn umsókn um leyfi til Samgöngustofu. Skúli Mogensen, forstjóri Wow Air, sagði í viðtali við Rúv af því tilefni að hann vonaðist eftir niðurstöðum í haust. Samkvæmt upplýsingum Túrista hjá Samgöngustofu er úrvinnsla umsóknarinnar í eðlilegum farvegi en áætluð dagsetning á útgáfu flugrekstrarleyfisins liggur ekki fyrir.

Þrjú félög til New York

Í viðtali við danska viðskiptablaðið Børsen í sumar sagði forstjóri Wow Air að flogið yrði til tveggja áfangastaða vestanhafs til að byrja með og annar þeirra yrði New York. En í haust mun Icelandair hefja flug til Newark flugvallar og mun þá bjóða upp á ferðir til tveggja flugvalla á New York svæðinu. Delta býður einnig upp á áætlunarflug þangað á sumrin og það er því útlit fyrir harða samkeppni á þessari flugleið á næsta ári.

BÓKAÐU ÓDÝRT HÓTEL Í NEW YORK

TENGDAR GREINAR: Getur þú flogið beint til þessara borga á næsta ári?

Mynd: Joe Buglewicz©NYC & Company