Fargjöld lækka strax í september

Það sést á fargjöldum haustsins að aðalferðatímabilinu er þá lokið. Flug til Kaupmannahafnar, London og Oslóar er mun ódýrara í byrjun næsta mánaðar en það hefur verið nú í sumar.

Sá sem er á leiðinni til Kaupmannahafnar í þessari viku og bókaði flugið um miðjan júlí þurfti að borga nærri sextíu og þrjú þúsund krónur fyrir farið. Farþegi sem pantar í dag flug þangað í byrjun september kemst út fyrir rúmlega helmingi minna með Icelandair. Verðið til London og Oslóar er ennþá lægra eins og sjá má töflunni hér fyrir neðan. Wow Air og Norwegian bjóða lægsta farið til þessara staða.

Þegar fargjöldin í fyrstu viku september eru borin saman við könnun Túrista fyrir ári síðan kemur í ljós að þau hafa nánast staðið í stað milli ára. Easy Jet og Wow Air hafa bæði hækkað sín verð til London en Icelandair lækkað. Þess ber að geta að SAS er með útsölu þessa dagana og því eru verð félagsins til Oslóar í lægri kantinum. Norwegian eru þó ódýrari en skandinavíska félagið.

Líkt og áður gerir Túristi könnun á fargjöldum sem bókuð eru með fjögurra og tólf vikna fyrirvara. Litlar breytingar hafa orðið á fargjöldum um mánaðarmótin október-nóvember milli ára eins og sjá má á næstu síðu.

Þróun fargjalda í viku 36 (2.-8. september) milli ára þegar bókað er með fjögurra vikna fyrirvara

2013

2012 Breyting
London:
Easy Jet 35.534 kr. 31.077 kr. + 14,3%
Icelandair 40.370 kr. 42.760 kr. – 5,6%
Wow Air 34.173 kr. 31.939 kr. + 7%
Kaupmannahöfn:
Icelandair 39.310 kr. 38.830 kr. + 1,2%
Wow Air 42.903 kr. 47.820 kr. – 10,3%
Osló:
Icelandair 42.620 kr.
Norwegian 27.956 kr.
SAS 29.466 kr.

Túristi hefur gert mánaðarlegar verðkannanir á flugi til Kaupmannahafnar og London í rúmt ár en Osló bættist við nýlega. Það er því ekki til samanburður á fargjöldum til Osló milli ára. Í verðkönnununum eru fundin ódýrustu fargjöldin, báðar leiðir, innan ákveðinnar viku og farangurs- og bókunargjöld eru tekin með í reikninginn.

Á næstu síðu má sjá þróun verðgjalda í viku 44 og hvaða félög bjóða lægstu fargjöldin til Kaupmannahafnar, London og Osló í byrjun október. Smelltu hér.

HÓTEL: Berðu saman verð á ódýrum hótelum út um allan heim
BÍLALEIGUBÍLAR: Bókaðu bílaleigubíl fyrir sumarfríið