Ferðaljósmyndir ársins

Lumar þú á góðum myndum frá ferðalögum ársins? Ef svo er þá er ennþá möguleiki á að senda þær inn í samkeppni um titilinn ferðaljósmyndari ársins, Travel Photographer of the year. Hér eru nokkrar af þeim myndum sem hlutu viðurkenningu í fyrra.

Það eru sennilega flestir iðnari við að smella af í fríinu en á venjulegum degi heima hjá sér. Enda oft erfitt að sjá fegurðina í hversdagsleikanum. Fram til 1. október geta þeir sem eiga fallegar og forvitnilegar myndir frá ferðalögum ársins sent verk sín inn í keppnina Travel Photographer of the Year. Dómnefndina skipa fagmenn á þessu sviði og verður haldin sýning á bestu myndunum í London næsta sumar.

Á næstu fjórum síðum er úrval af þeim myndum sem þóttu skara fram úr á síðasta ári á Travel Photographer of the Year: