Ferðaþjónustan á Íslandi vex mest í Evrópu

Á öðrum ársfjórðungi fjölgaði komum erlendra ferðamanna til Íslands um nærri þriðjung. Það er meira en nokkurt annað land í Evrópu getur státað af.

Vinsældir Íslands sem meðal túrista hafa vaxið hratt síðustu ár. Icelandair hefur aldrei flogið eins oft og nú og Wow Air hefur fjölgað ferðum sínum mikið síðan félagið tók til starfa síðastliðið sumar. Erlendu flugfélögin sem hingað fljúga nálgast annan tuginn en flest þeirra fókusa þó aðeins á Íslandsflug yfir sumartímann.

Á tímabilinu apríl til júní í ár fjölgaði túristum hér á landi um þrjátíu prósent samkvæmt skýrslu Ferðamálanefndar Evrópusambandsins. Það er meiri vöxtur en önnur Evrópuríki náðu. Slóvakar voru í öðru sæti en þar í landi fjölgaði erlendum gestum um fimmtung milli ára. Malta og nokkur önnur ríki í austurhluta álfunnar fengu hátt í tíu prósent fleiri ferðamenn en annars staðar var aukningin hlutfallslega minni eða að heimsóknum fækkaði. Til dæmis fækkaði ferðamönnum á Kýpur um 12 prósent.

Fylgstu með Túrista á Facebook

NÝJAR GREINAR: Flugrútan fær að leggja við flugstöðina á ný

Mynd: Wikicommons