Flugfélögin vilja selja sig sjálf

Forsvarsmenn flugfélaga hafa fengið nóg af því að greiða ferðaskrifstofum og netbókunarsíðum þóknanir fyrir að selja sæti um borð í vélum sínum.

 

Aðeins einn af hverjum þremur farþegum hefðbundnu flugfélaganna kaupir miðann sinn beint af félaginu. Hinir tveir kaupa þá hjá ferðaskrifstofu eða netbókunarsíðu. Flugfélögin greiða þeim aðilum þóknun sem nemur sjaldnast minna en 3-5 prósent.

Staðan er allt önnur hjá lággjaldaflugfélögunum því þar á bæ selja menn nærri þrjá af hverjum fjórum miðum milliliðalaust. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu alþjóðasamtaka flugfélaga, IATA. Þar segir jafnframt að fram til ársins 2017 sé stefnan sú að hefðbundnu flugfélögin selji sjálf helming af miðunum sínum og hjá lággjaldafélögunum aukist hlutfallið í nærri 80 prósent. Þessu ætla flugfélögin meðal annars að ná með því aukinni sölu í gegnum farsíma og spjaldtölvur.

Fylgstu með Túrista á Facebook

HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu og bókaðu besta kostinn
TILBOÐ: 10% afsláttur af gistingu á Krít

Mynd: Heathrow Airport