Handfarangursgjald ekki á döfinni hjá Wow Air

Lággjaldaflugfélög beggja vegna Atlantshafsins eru farin að rukka fyrir handfarangur. Wow Air ætlar ekki að fylgja fordæmi þessara félaga.

Innan Evrópusambandsins eru uppi áform um að banna flugfélögum að leggja á sérstakt handfarangursgjald líkt og nokkur evrópsk og bandarísk félög hafa innheimt síðustu misseri.

Ekkert þeirra félaga sem flýgur til og frá Íslandi hefur tekið upp þess háttar gjaldtöku og Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, segir það ekki vera á dagskrá að rukka farþega félagsins fyrir handfarangur. Hún bendir á að nýlega hafi reglur Wow Air um handfarangur verið rýmkaðar og mega farþegar nú taka með sér tíu kílóa töskur um borð en hámarkið var átta kíló. Auk þess má hafa með sér innkaupapoka úr fríhöfnum.

Erlendir farþegar ferðast léttar en þeir íslensku

Í lok síðasta sumars hóf Wow Air að rukka 2900 krónur fyrir hverja innritaða tösku og í kjölfarið fengust þær upplýsingar hjá félaginu að um helmingur farþega kysi að borga fyrir þá þjónustu. Í dag segir Svanhvít að hlutfall farþega sem ferðast aðeins með handfarangur hafa aukist á árinu og sérstaklega meðal þeirra erlendu.

ÓDÝR HÓTEL ÚT UM ALLAN HEIM

TENGDAR GREINAR: Mismunandi takmarkanir á handfarangri

Mynd: Víkurfréttir