Samfélagsmiðlar

Hausttíska í hliðargötum

Þó það styttist í sumarlok verður hitastigið stórborgum Evrópu og N-Ameríku áfram mælt í tveggja stafa tölum næstu vikur og jafnvel mánuði. Það er kannski ein af ástæðum þess að margir Íslendingar bregða sér í borgarferð á haustin. Búðarölt er hluti af þess háttar ferðalagi og hér eru göturnar fyrir þá sem vilja fara aðeins út fyrir strikið í leit að nýjum fötum.

London

Það getur verið ansi þreytandi að þramma eftir Oxford stræti og öllum hinum stóru verslunargötunum í bresku höfuðborginni. Þeir sem vilja taka því rólega ættu að gera sér ferð í litla götu í Bloomsbury hverfinu sem nefnist Lamb´s Conduit Street. Í þessari hálfgerðu göngugötu er að finna fínar búðir þar sem líklegra er en ekki að eigandinn standi vaktina.

Kaupmannahöfn

Strikið þræða flestir sem til Kaupmannahafnar koma og Købmagergade sömuleiðis. En ekki gleyma að koma við í Pilestræde sem liggur samhliða þeirri síðarnefndu. Þar hefur jarðhæð ristjórnarskrifstofu Berlingske Tidende verið breytt í verslunarhúsnæði og í framhaldinu varð er gatan orðin einn vinsælasti viðkomustaður Kaupmannahafnarbúa.

Toronto

Á miðparti Queen strætis í Toronto er að finna útibú frá nokkrum af þekktustu verslunarkeðjum heims. Þeir sem vilja heldur reyna að finna eitthvað sem er sér á báti ættu að halda eins langt í vestur og hægt er á Queen stræti en þar lifa fjölbreyttar sérverslanir góðu lífi. Þaðan er svo tilvalið að kíkja í búðirnar á Ossington Avenue og enda göngutúrinn í Litlu-Ítalíu.

Stokkhólmur

Við Birger Jarl breiðgötuna í miðborg Stokkhólms bítast lúxusmerkin um glæsilegu verslunarhúsnæðin sem losna. Göngugatan Biblioteksgatan liggur samhliða þessum fínheitum en þar halda Cos og Urban Outfitters meðalverðinu niðri. Þar eru líka verslanir nokkurra af þekktari tískuhönnuða Svía

Berlín

Við Neue og Alte Schönhauser Strasse í Mitte hverfinu er urmull af verslunum sem fókusa á heimsþekkt vörumerki í bland við þýska framleiðslu. Þeir sem ætla að gefa sér tíma í búðaráp á þessum slóðum ættu einnig að kíkja við í Auguststrasse og Mulackstrasse því þar er að finna nokkrar forvitnilegar búðir.

Washington

Þeir sem eru í verslunarhugleiðingum í höfuðborg Bandaríkjanna eru vel í sveit settir í Georgetown háskólahverfinu. Á tveimur helstu verslunargötum hverfisins, M st. NW og Wisconsin Avenue, hafa kaupmenn og veitingamenn komið sér fyrir í lágreistum, gömlum byggingum og úti rölta stúdentar, fjölskyldur og virðulegir eldri borgarar með ný föt í pokum merktum þekktustu tískuvöruframleiðendum Bandaríkjanna og Evrópu. Á miðri M Street er Georgetown Park verslunarmiðstöðin sem hefur upp á ýmislegt að bjóða þó hún teljist frekar lítil á amerískan mælikvarða.

Glasgow

Stórverslanir Glasgow borgar raða sér þétt við Buchanan og Argyle Street. Búðirnar verða aðeins smærri í sniðum við Ingram, Miller og Queen Street en því miður hækkar verðið líka töluvert á þeim slóðum.

BÍLALEIGA: Auðveld leit að hagstæðasta bílnum
HÓTEL: Ódýr hótel út um allan heim

Greinin birtist áður í Fréttatímaum
Mynd: Nicho Södling

Nýtt efni

Þann 12. ágúst árið 2022 voru liðin meira en 33 ár frá því að múslímaklerkar í Íran dæmdu Salman Rushdie til dauða fyrir að hafa talað óvarlega um Múhameð spámann. Þennan ágústdag hafði Salman verið fenginn til að tala á ráðstefnu í New York um nauðsyn þess að búa til öruggt athvarf fyrir rithöfunda sem …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …