Samfélagsmiðlar

Hausttíska í hliðargötum

Þó það styttist í sumarlok verður hitastigið stórborgum Evrópu og N-Ameríku áfram mælt í tveggja stafa tölum næstu vikur og jafnvel mánuði. Það er kannski ein af ástæðum þess að margir Íslendingar bregða sér í borgarferð á haustin. Búðarölt er hluti af þess háttar ferðalagi og hér eru göturnar fyrir þá sem vilja fara aðeins út fyrir strikið í leit að nýjum fötum.

London

Það getur verið ansi þreytandi að þramma eftir Oxford stræti og öllum hinum stóru verslunargötunum í bresku höfuðborginni. Þeir sem vilja taka því rólega ættu að gera sér ferð í litla götu í Bloomsbury hverfinu sem nefnist Lamb´s Conduit Street. Í þessari hálfgerðu göngugötu er að finna fínar búðir þar sem líklegra er en ekki að eigandinn standi vaktina.

Kaupmannahöfn

Strikið þræða flestir sem til Kaupmannahafnar koma og Købmagergade sömuleiðis. En ekki gleyma að koma við í Pilestræde sem liggur samhliða þeirri síðarnefndu. Þar hefur jarðhæð ristjórnarskrifstofu Berlingske Tidende verið breytt í verslunarhúsnæði og í framhaldinu varð er gatan orðin einn vinsælasti viðkomustaður Kaupmannahafnarbúa.

Toronto

Á miðparti Queen strætis í Toronto er að finna útibú frá nokkrum af þekktustu verslunarkeðjum heims. Þeir sem vilja heldur reyna að finna eitthvað sem er sér á báti ættu að halda eins langt í vestur og hægt er á Queen stræti en þar lifa fjölbreyttar sérverslanir góðu lífi. Þaðan er svo tilvalið að kíkja í búðirnar á Ossington Avenue og enda göngutúrinn í Litlu-Ítalíu.

Stokkhólmur

Við Birger Jarl breiðgötuna í miðborg Stokkhólms bítast lúxusmerkin um glæsilegu verslunarhúsnæðin sem losna. Göngugatan Biblioteksgatan liggur samhliða þessum fínheitum en þar halda Cos og Urban Outfitters meðalverðinu niðri. Þar eru líka verslanir nokkurra af þekktari tískuhönnuða Svía

Berlín

Við Neue og Alte Schönhauser Strasse í Mitte hverfinu er urmull af verslunum sem fókusa á heimsþekkt vörumerki í bland við þýska framleiðslu. Þeir sem ætla að gefa sér tíma í búðaráp á þessum slóðum ættu einnig að kíkja við í Auguststrasse og Mulackstrasse því þar er að finna nokkrar forvitnilegar búðir.

Washington

Þeir sem eru í verslunarhugleiðingum í höfuðborg Bandaríkjanna eru vel í sveit settir í Georgetown háskólahverfinu. Á tveimur helstu verslunargötum hverfisins, M st. NW og Wisconsin Avenue, hafa kaupmenn og veitingamenn komið sér fyrir í lágreistum, gömlum byggingum og úti rölta stúdentar, fjölskyldur og virðulegir eldri borgarar með ný föt í pokum merktum þekktustu tískuvöruframleiðendum Bandaríkjanna og Evrópu. Á miðri M Street er Georgetown Park verslunarmiðstöðin sem hefur upp á ýmislegt að bjóða þó hún teljist frekar lítil á amerískan mælikvarða.

Glasgow

Stórverslanir Glasgow borgar raða sér þétt við Buchanan og Argyle Street. Búðirnar verða aðeins smærri í sniðum við Ingram, Miller og Queen Street en því miður hækkar verðið líka töluvert á þeim slóðum.

BÍLALEIGA: Auðveld leit að hagstæðasta bílnum
HÓTEL: Ódýr hótel út um allan heim

Greinin birtist áður í Fréttatímaum
Mynd: Nicho Södling

Nýtt efni

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …