Helmingi fleiri Íslendingar í Kaupmannahöfn

Síðustu fjögur ár hefur komum Íslendinga til gömlu höfuðborgarinnar fjölgað jafnt og þétt.

Á fyrri helmingi ársins voru gistinætur Íslendinga í Kaupmannahöfn nærri sextán þúsund talsins samkvæmt upplýsingum frá dönsku hagstofunni. Á sama tíma árið 2009 voru þær rúmlega tíu þúsund talsins en þá var íslenska krónan nýlega hrunin og ferðagleði landans miklu minni en hún hafði verið árin á undan. Til dæmis voru gistinætur okkar í Kaupmannahöfn rúmlega þrjátíu og sex þúsund árið 2007. Það er rúmlega tvöfalt fleiri en þær voru fyrstu sex mánuði þessa árs.

Keflavík tíundi vinsælasti áfangastaðurinn

Í júlí flugu nærri fimmtíu og tvö þúsund manns á milli Kaupmannahafnar og Keflavíkur. Aðeins níu aðrar flugleiðir frá Kastrup nutu meiri hylli meðal flugfarþega þar á bæ og það sem af er ári hefur farþegum í Íslandsfluginu fjölgað um nærri þrjá af hundraði samkvæmt upplýsingum frá danska flugvellinum.

Fylgstu með Túrista á Facebook

TILBOÐ: Viltu afslátt af gistingu, frían morgunmat eða ókeypis freyðivín upp á herbergi?
HÓTEL: Einföld leit að ódýrum hótelum út um allan heim

Mynd: Ernst Tobisch/CPH