Hér kemstu á netið um borð

Á heimsvísu hafa aðeins fjögur flugfélög netvætt allan flugflota sinn. Norwegian er með mikið forskot á þessu sviði í Evrópu.

Flugfarþegar í Bandaríkjunum ganga nærri að því sem vísu að geta tengst þráðlausu neti um borð. Nær allur flugfloti stærstu flugfélaganna þar í landi hefur verið netvæddur samkvæmt könnun CNN. Það er aðeins hið suðurafríska Mango Airlines og Norwegian, sem flýgur hingað frá Osló, sem komast í flokk með bandarísku félugunum eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

CNN segir að átta flugfélög vinni að því að koma upp netsambandi en listinn er sennilega ekki tæmandi því þar vantar til dæmis Icelandair. En líkt og Túristi greindi frá nýverið þá hefur vinnu við að netvæða flugflota Icelandair tafist.

Hversu gott netsambandið er um borð í vélunum, sérstaklega yfir úthöfunum, kemur ekki fram í úttekt CNN.

 

 

Flugfélög með bjóða upp á netsamband:

Þráðlaust í öllum vélum:

AirTran Airways

Alaska Airlines

Virgin America

Mango Airlines

Þráðlaust í 7-9 af hverju 10 vélum:

American Airlines

Delta Airlines

Southwest Airlines

U.S. Airways

Norwegian

Þráðlaust í fjórðu til þriðju hverji vél:

Oman Air

Lufthansa

Qatar Airways

Þráðlaust í fimmtu hverji vél:

Emirates

Etihad

Singapore Airlines

TAP Air Portugal

Þráðlaust í minna en tíundu hverji vél:

Aeroflot

Air Canada

Air France

Egyptair

Frontier Airlines

Japan Airlines

Saudia

SAS

KLM

Turkish Airlines

United Airlines

Félög sem eru að prófa þráðlaus kerfi:

Aer Lingus

Air China

All Nippon Airways

Finnair

Iberia

JetBlue

TAM Airlines

Virgin Atlantic

Fylgstu með Túrista á Facebook

TILBOÐ: Viltu afslátt af gistingu, frían morgunmat eða ókeypis freyðivín upp á herbergi?
HÓTEL: Einföld leit að ódýrum hótelum út um allan heim

Mynd: Skjámynd Norwegian