Hótelstjórar í Kaupmannahöfn vilja dópsalana burt

Allt í kringum aðallestarstöðina í Kaupmannahöfn eru fjöldamargir gististaðir en þar heldur líka ógæfufólk til.

Vændi og dópsala hefur lengi einkennt göturnar sem liggja aftan við Hovedbanegården í Kaupmannahöfn. Þeirra þekktust er Istedgade en stemningin þar er þó mun rólegri í dag en hún var á seinni hluta síðustu aldar.

Hótelstjórar á þessu svæði eru engu að síður orðnir þreyttir á dópsala skuli enn þrífast á svæðinu og sé stunduð fyrir opnum tjöldum. Þannig munu hótelgestir reglulega þurfa afþakka boð um kaup á eiturlyfjum samkvæmt frétt vefmiðilsins Standby. Þar er haft eftir forsvarsmanni samtaka hóteleigenda í Danmörku að nú sé kominn tími á að lögregla og borgaryfirvöld taki á vandanum. Annars sé hætta á hann skaði ímynd Danmerkur sem ferðamannalands.

Fylgstu með Túrista á Facebook

TILBOÐ: 15% afsláttur af gistingu við Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn
HÓTEL: Ódýr gisting út um allan heim

Mynd: Copenhagen Media Center