Íslendingar og Grikkir dvelja lengst í Berlín

Ferðum íslenskra ferðamanna til höfuðborgar Þýskalands fjölgaði um nærri þriðjung á fyrri helmingi ársins. Aðeins Grikkir stoppa eins lengi í Berlín og Íslendingar gera.

Íslendingur sem tékkar sig inn á hótel í Berlín gistir að jafnaði í rúmar þrjár nætur. Sömu sögu er að segja um gríska ferðamenn og samkvæmt talningu ferðamálaráðs borgarinnar þá ná engar aðrar þjóðir að rjúfa þriggja nátta múrin líkt og Íslendingar og Grikkir gera rétt naumlega.

Mikil fjölgun Íslendinga

Á fyrri hluta ársins komu tæplega fjögur þúsund íslenskir túristar til Berlínar. Það er aukning um nærri þriðjung frá sama tíma í fyrra. Athygli vekur að í júní fækkaði ferðum Íslendinga til borgarinnar töluvert þrátt fyrir að flugsamgöngur hafi verið mun betri þá en mánuðina á undan. En Wow Air flýgur allt árið til Berlínar á meðan Lufthansa og Airberlin bjóða aðeins upp á ferðir þangað á sumrin.

TILBOÐ Í BERLÍN: 5% AFSLÁTTUR AF HÓTELÍBÚÐUM OG FRÍTT FREYÐIVÍN UPP Á HERBERGI
TENGDAR GREINAR: Baðströnd í borginni