Mæla með að ferðamenn haldi sig við strandlengjuna

Danska utanríkisráðuneytið sér ekki ástæðu til að biðja Dani um hætta við sólarlandaferðir til Egyptalands. En biður þá um að halda sig á ströndinni.

Áður en Hosni Mubarak var steypt af stóli í Egyptalandi stóð ferðaþjónustan undir tíund af þjóðartekjum landsins. Túristum hefur hins vegar fækkað þar ört síðustu ár enda hefur ástandið í landinu verið ótryggt. Í vikunni hafa geisað blóðug átök í höfuðborginni Kaíró og víðar því hefur danska utanríkisráðuneytið beint þeim tilmælum til þeirra Dana sem staddir eru í Egyptalandi, eða eru á leið þangað, að halda sig í strandbæjunum við Rauðahafið og Aqabaflóa. Er fólk einnig beðið um að fylgjast náið með heimasíðu utanríkisráðuneytisins og tilkynningum ferðaskrifstofa.

Borgaraþjónusta íslenska utanríkisráðuneytisins hefur ekki gefið út tilmæli vegna ástandsins í Egyptalandi en vísar þess í stað á heimasíðu norrænu utanríkisráðuneytanna.

Fylgstu með Túrista á Facebook

HÓTEL: Ódýr gisting út um allan heim

Mynd: Ferðamálaráð Egyptalands