Samfélagsmiðlar

Skyldustoppin í Sankti Pétursborg

Borg Péturs mikla hefur verið sögð stærsta safn heims undir berum himni. Þar er því ómögulegt að gera öllum glæsilegu slottunum, guðshúsunum og sögufrægu stöðunum góð skil. Hér eru fjórir staðir sem allir ættu þó að heimsækja á ferð sinni um borgina.

Miðborg Sankti Pétursborgar er einstaklega fögur og heilleg enda lengi verið óheimilt að byggja hátt eða gera miklar breytingar á útliti húsa. Þetta bann virtu líka æðstu menn Sovétríkjanna og götumyndin er því víða upprunaleg en það var í upphafi átjándu aldar að Pétur mikli skipaði fyrir um byggingu nýrrar höfuðborgar fyrir keisaradæmi sitt. Saga borgarinnar nær því ekki langt aftur.

Með batnandi efnahag Rússa á þessari öld hefur verið ráðist í það viðhald sem borgin þarfnaðist eftir að járntjaldið féll. Sankti Pétursborg skartar því sínu fegursta um þessar mundir.

Túristi heimsótti borgina nýverið og mælir með þessum fjórum skyldustoppum í borginni:

Vetrarhöllin

Fljótlega eftir að Katrín mikla tók við lyklunum að þessari grænu og hvítu höll keisarafjölskyldunnar lét hún stækka hana og breyta. Hún skipaði einnig sendiherrum sínum að kaupa listmuni eins og þeir ættu lífið að leysa. Þessi verk eru uppistaðan í Hermitage safninu sem er nú til húsa í höllinni. Hermitage telst vera meðal stærstu listasafna í heimi og það tekur því nokkra klukkutíma að gera því ágæt skil.

Blóðkirkjan

Fyrir 130 árum hófst vinna við þessa skrautlegu dómkirkju á þeim stað þar sem keisarinn Alexander II var ráðinn af dögum. En sá hafði beitt sér fyrir umbótum í ríkinu sem voru umdeildar meðal aðalsins. Kirkjan stendur við Griboedov síkið sem fer þvert yfir Nevsky Prospekt verslunargötuna. Það er því upplagt að beygja af Nevsky Prospekt við síkið og ganga í rólegheitum upp að kirkjunni og virða fyrir sér öll smáatriðin sem birtast manni eftir því sem nær dregur. Innandyra er kirkja ríkulega skreytt með mósaík og marmara.

Virki Péturs og Páls

Hér varðist Pétur mikli innrásum Svía stuttu eftir að borgin var farin að taka á sig mynd fyrir nærri þremur öldum síðan. Í dómkirkjunni hvíla margir af meðlimum keisarafjölskyldunnar, þar á meðal Pétur sjálfur og Nikúlás annar, síðasti keisari Rússlands. Virkið og byggingarnar sem því tilheyra eru því meðal sögufrægustu staða borgarinnar og viðkomustaður margra ferðamanna.

Peterhof

Það er sannarlega þess virði að skreppa út fyrir borgina og heimsækja hina rússnesku Versali. Við Peterhof slottið sprauta gylltir gosbrunnar vatninu tignarlega upp í loftið og hallargarðurinn og byggingarnar á svæðinu er allar sérlega glæsilegar. Það er hægt að sigla út að Peterhof frá miðborg Skt. Pétursborgar og tekur siglingin um 40 mínútur. Einnig er hægt að fara þangað landleiðina sem er jafnframt ódýrara.

Icelandair hóf að fljúga beint til Sankti Pétursborgar í byrjun sumars.

TILBOÐ: 15% afsláttur á góðu hóteli í Kaupmannahöfn
BÍLALEIGUBÍLAR: Bókaðu bílaleigubíl fyrir veturinn

Myndir: Túristi

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …