Samfélagsmiðlar

Skyldustoppin í Sankti Pétursborg

Borg Péturs mikla hefur verið sögð stærsta safn heims undir berum himni. Þar er því ómögulegt að gera öllum glæsilegu slottunum, guðshúsunum og sögufrægu stöðunum góð skil. Hér eru fjórir staðir sem allir ættu þó að heimsækja á ferð sinni um borgina.

Miðborg Sankti Pétursborgar er einstaklega fögur og heilleg enda lengi verið óheimilt að byggja hátt eða gera miklar breytingar á útliti húsa. Þetta bann virtu líka æðstu menn Sovétríkjanna og götumyndin er því víða upprunaleg en það var í upphafi átjándu aldar að Pétur mikli skipaði fyrir um byggingu nýrrar höfuðborgar fyrir keisaradæmi sitt. Saga borgarinnar nær því ekki langt aftur.

Með batnandi efnahag Rússa á þessari öld hefur verið ráðist í það viðhald sem borgin þarfnaðist eftir að járntjaldið féll. Sankti Pétursborg skartar því sínu fegursta um þessar mundir.

Túristi heimsótti borgina nýverið og mælir með þessum fjórum skyldustoppum í borginni:

Vetrarhöllin

Fljótlega eftir að Katrín mikla tók við lyklunum að þessari grænu og hvítu höll keisarafjölskyldunnar lét hún stækka hana og breyta. Hún skipaði einnig sendiherrum sínum að kaupa listmuni eins og þeir ættu lífið að leysa. Þessi verk eru uppistaðan í Hermitage safninu sem er nú til húsa í höllinni. Hermitage telst vera meðal stærstu listasafna í heimi og það tekur því nokkra klukkutíma að gera því ágæt skil.

Blóðkirkjan

Fyrir 130 árum hófst vinna við þessa skrautlegu dómkirkju á þeim stað þar sem keisarinn Alexander II var ráðinn af dögum. En sá hafði beitt sér fyrir umbótum í ríkinu sem voru umdeildar meðal aðalsins. Kirkjan stendur við Griboedov síkið sem fer þvert yfir Nevsky Prospekt verslunargötuna. Það er því upplagt að beygja af Nevsky Prospekt við síkið og ganga í rólegheitum upp að kirkjunni og virða fyrir sér öll smáatriðin sem birtast manni eftir því sem nær dregur. Innandyra er kirkja ríkulega skreytt með mósaík og marmara.

Virki Péturs og Páls

Hér varðist Pétur mikli innrásum Svía stuttu eftir að borgin var farin að taka á sig mynd fyrir nærri þremur öldum síðan. Í dómkirkjunni hvíla margir af meðlimum keisarafjölskyldunnar, þar á meðal Pétur sjálfur og Nikúlás annar, síðasti keisari Rússlands. Virkið og byggingarnar sem því tilheyra eru því meðal sögufrægustu staða borgarinnar og viðkomustaður margra ferðamanna.

Peterhof

Það er sannarlega þess virði að skreppa út fyrir borgina og heimsækja hina rússnesku Versali. Við Peterhof slottið sprauta gylltir gosbrunnar vatninu tignarlega upp í loftið og hallargarðurinn og byggingarnar á svæðinu er allar sérlega glæsilegar. Það er hægt að sigla út að Peterhof frá miðborg Skt. Pétursborgar og tekur siglingin um 40 mínútur. Einnig er hægt að fara þangað landleiðina sem er jafnframt ódýrara.

Icelandair hóf að fljúga beint til Sankti Pétursborgar í byrjun sumars.

TILBOÐ: 15% afsláttur á góðu hóteli í Kaupmannahöfn
BÍLALEIGUBÍLAR: Bókaðu bílaleigubíl fyrir veturinn

Myndir: Túristi

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …