Samfélagsmiðlar

Skyldustoppin í Sankti Pétursborg

Borg Péturs mikla hefur verið sögð stærsta safn heims undir berum himni. Þar er því ómögulegt að gera öllum glæsilegu slottunum, guðshúsunum og sögufrægu stöðunum góð skil. Hér eru fjórir staðir sem allir ættu þó að heimsækja á ferð sinni um borgina.

Miðborg Sankti Pétursborgar er einstaklega fögur og heilleg enda lengi verið óheimilt að byggja hátt eða gera miklar breytingar á útliti húsa. Þetta bann virtu líka æðstu menn Sovétríkjanna og götumyndin er því víða upprunaleg en það var í upphafi átjándu aldar að Pétur mikli skipaði fyrir um byggingu nýrrar höfuðborgar fyrir keisaradæmi sitt. Saga borgarinnar nær því ekki langt aftur.

Með batnandi efnahag Rússa á þessari öld hefur verið ráðist í það viðhald sem borgin þarfnaðist eftir að járntjaldið féll. Sankti Pétursborg skartar því sínu fegursta um þessar mundir.

Túristi heimsótti borgina nýverið og mælir með þessum fjórum skyldustoppum í borginni:

Vetrarhöllin

Fljótlega eftir að Katrín mikla tók við lyklunum að þessari grænu og hvítu höll keisarafjölskyldunnar lét hún stækka hana og breyta. Hún skipaði einnig sendiherrum sínum að kaupa listmuni eins og þeir ættu lífið að leysa. Þessi verk eru uppistaðan í Hermitage safninu sem er nú til húsa í höllinni. Hermitage telst vera meðal stærstu listasafna í heimi og það tekur því nokkra klukkutíma að gera því ágæt skil.

Blóðkirkjan

Fyrir 130 árum hófst vinna við þessa skrautlegu dómkirkju á þeim stað þar sem keisarinn Alexander II var ráðinn af dögum. En sá hafði beitt sér fyrir umbótum í ríkinu sem voru umdeildar meðal aðalsins. Kirkjan stendur við Griboedov síkið sem fer þvert yfir Nevsky Prospekt verslunargötuna. Það er því upplagt að beygja af Nevsky Prospekt við síkið og ganga í rólegheitum upp að kirkjunni og virða fyrir sér öll smáatriðin sem birtast manni eftir því sem nær dregur. Innandyra er kirkja ríkulega skreytt með mósaík og marmara.

Virki Péturs og Páls

Hér varðist Pétur mikli innrásum Svía stuttu eftir að borgin var farin að taka á sig mynd fyrir nærri þremur öldum síðan. Í dómkirkjunni hvíla margir af meðlimum keisarafjölskyldunnar, þar á meðal Pétur sjálfur og Nikúlás annar, síðasti keisari Rússlands. Virkið og byggingarnar sem því tilheyra eru því meðal sögufrægustu staða borgarinnar og viðkomustaður margra ferðamanna.

Peterhof

Það er sannarlega þess virði að skreppa út fyrir borgina og heimsækja hina rússnesku Versali. Við Peterhof slottið sprauta gylltir gosbrunnar vatninu tignarlega upp í loftið og hallargarðurinn og byggingarnar á svæðinu er allar sérlega glæsilegar. Það er hægt að sigla út að Peterhof frá miðborg Skt. Pétursborgar og tekur siglingin um 40 mínútur. Einnig er hægt að fara þangað landleiðina sem er jafnframt ódýrara.

Icelandair hóf að fljúga beint til Sankti Pétursborgar í byrjun sumars.

TILBOÐ: 15% afsláttur á góðu hóteli í Kaupmannahöfn
BÍLALEIGUBÍLAR: Bókaðu bílaleigubíl fyrir veturinn

Myndir: Túristi

Nýtt efni

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …