Spánn aldrei vinsælli

Túristar streymdu til Spánar á fyrri helmingi ársins. Flestir fóru til Katalóníu og sólareyjan Mallorca trekkir alltaf að.

Það er ekki bara hér á landi sem ferðaþjónustan blómstrar. Til Spánar komu þrjátíu og fjórar milljónir erlendra ferðamenna á fyrri hluta ársins og það mun vera nýtt met samkvæmt frétt Travelmole.

Fjölgunin var einna mest í júlí en þá tóku Spánverjar á móti nærri átta milljónum gesta sem er aukning um þrjá af hundraði frá fyrra ári.

Fjórðungur ferðamannanna sótti Katalóníu heim og álíka margir fóru til Baleareyja. En Mallorca og Ibiza teljast til eyjaklasans. Mesta aukningin varð hins vegar í Andalúsíu, syðst á Íberíuskaga og á Kanaríeyjum fjölgaði ferðamönnum líka milli ára.

TILBOÐ: 15% afsláttur á góðu hóteli í Kaupmannahöfn
BÍLALEIGA: Rentalcars.com lofar lægsta verðinu

Mynd: Turismo Canarias