Stundvísitölur: Töluvert um tafir á millilandaflugi

klukka

Ferðir Wow Air töfðust að jafnaði um 17 mínútur á fyrri hluta ágústmánaðar. Hjá Icelandair var meðalseinkunin 6 mínútur.

Fyrstu tvær vikur ágústmánaðar lögðu vélar Icelandair upp að Flugstöð Leifs Eiríkssonar á réttum tíma í 85 prósent tilvika. Hjá Wow Air var hlutfallið 76 prósent eins og sjá má á stundvísitöflu Túrista fyrir 1. til 15. ágúst. Komutímar, frekar en brottfarartímar, eru almennt notaðir til að skera úr um stundvísi flugfélaga.

Sumaráætlun flugfélaganna er stíf og ein löng seinkun getur riðlað dagskrá dagsins og jafnvel næstu daga. Nokkrum ferðum seinkaði um marga klukkutíma fyrri hluta mánaðar. Ferðaplön margra farþega hér á landi hafa því riðlast á þessu tímabili. En eins og kemur fram á vef Samgöngustofu þá eiga farþegar rétt á hressingu ef töfin er lengri en tveir tímar.

Stundvísitölur Túrista – fyrri hluta ágúst 2013

11.-15.ágúst. Hlutfall brottfara á tíma Meðalseinkun brottfara Hlutfall koma á tíma Meðalseinkun koma Hlutfall ferða á tíma Meðalseinkun alls Fjöldi ferða
Icelandair

83%

6 mín 85% 6 mín 84% 6 mín 942
WOW air 82% 17 mín 76% 18 mín 79% 17 mín 217

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfarartímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar frá öllum seinkunum. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.

Fylgstu með Túrista á Facebook

HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu og bókaðu besta kostinn
TILBOÐ: Ókeypis morgunmatur í Kaupmannahöfn

Mynd: Gilderic/Creative Commons