Þjóðverjar gefa oftast þjórfé

Þeir eru vafalítið margir hér á landi sem njóta góðs af því að erlendir ferðamenn eru vanir því að borga hærri upphæð en þá sem kemur fram á reikningnum.

Það er ekki nauðsynlegt að gefa þjórfé á Íslandi samkvæmt Tripadvisor, einni vinsælustu ferðasíðu heims. Enda hafa heimamenn sjálfir ekki vanist því að skilja eftir drykkjarpeninga handa þjónustufólki. Sjö af hverjum tíu Þjóðverjum sem heimsækja íslenskt veitingahús gefa hins vegar þjórfé og meirihluti Bandaríkjamanna sömuleiðis ef marka má niðurstöður könnunar Tripavisor meðal ferðamanna frá átta stjórþjóðum. Samkvæmt könnuninni þá eru það Ítalir sem gefa sjaldnast þegar þeir eru á ferðalagi í útlöndum.

Hlutfall ferðamanna sem gefur þjórfé á ferðalagi í útlöndum:

  1. Þjóðverjar: 69%
  2. Bandaríkjamenn: 57%
  3. Rússar: 53%
  4. Brasilíumenn: 40%
  5. Frakkar: 39%
  6. Bretar: 39%
  7. Spánverjar: 36%
  8. Ítalir: 23%

TILBOÐ: 15% afsláttur á góðu hóteli í Kaupmannahöfn
BÍLALEIGA: Rentalcars.com lofar lægsta verðinu

Mynd: Copenhagen Media Center