Um 1300 áætlunarferðir til útlanda í júlí

Mikil umferð var um Keflavíkurflugvöll í júlí og sautján félög héldu uppi millilandaflugi þaðan.

Að jafnaði voru farnar um fjörtíu og tvær áætlunarferðir á dag til útlanda frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði, samkvæmt talningu Túrista. Aðeins áætlunarflug er tekið með í reikninginn en ekki leiguflug.

Tvær af hverjum þremur ferðum voru á vegum Icelandair eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Wow Air var með um fimmtán prósent af ferðunum en hið þýska Air Berlin var stærst erlendu félaganna.

Vægi fimm umsvifamestu félaganna á Keflavíkurflugvelli í júlí, í brottförum talið:

  1. Icelandair: 66,7%
  2. Wow air: 15,4%
  3. Air Berlin: 3,7%
  4. Easy Jet: 2,1%
  5. SAS: 2%

Fylgstu með Túrista á Facebook

BÍLALEIGUBÍLL: Rentalcars lofar lægsta verðinu

Mynd: Isavia