Vetrarflug til Íslands kemur ekki til greina

Airberlin, German Wings og Lufthansa bjóða öll upp á reglulegar ferðir til Íslands yfir sumarmánuðina. Talsmenn félaganna segja engin áform uppi um að fljúga hingað á öðrum árstímum.

Í júlí var hið þýska Airberlin þriðja umsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli með rúmlega fimmtíu ferðir frá fjórum þýskum borgum. Næsta sumar eru níu ár liðin frá því að Íslandsflug Airberlin hófst en talskona félagsins segir í samtali við Túrista að ekki standi til að bjóða upp á flug til Íslands allt árið um kring. Upplýsingafulltrúar Lufthansa og German Wings taka í sama streng og segjast reikna með að Íslandsflugið verði áfram einskorðast við aðalferðamannatímann. Lufthansa flaug hingað tuttugu og átta sinnum í júlí en German Wings tólf sinnum  samkvæmt talningu Túrista.

Nærri fimmtungi fleiri þýskir ferðamenn

Í fyrra komu hingað um sextíu og fimm þúsund Þjóðverjar og það sem af er ári hefur þeim fjölgað um nærri fimmtung. Aðeins Bandaríkjamenn og Bretar eru fjölmennari í hópi ferðamanna hér á landi. Icelandair flýgur til tveggja þýskra borga, Frankfurt og Munchen, allt árið um kring og Wow Air býður upp á tvær ferðir á viku til Berlínar.

BÓKAÐU ÓDÝR HÓTEL ÚT UM ALLAN HEIM

NÝJAR GREINAR: Verður flogið beint til þessara borga?Ekki ljóst hvenær Wow Air fær flugrekstrarleyfi

Mynd: Víkurfréttir