Ódýrasta farið hækkar þó ferðunum fjölgi

Easy Jet, Icelandair og Wow Air hafa öll fjölgað ferðum sínum frá Keflavík til Lundúna. Þrátt fyrir það hafa ódýrstu fargjöld til borgarinnar í haust hækkað töluvert frá því í fyrra.

Ódýrasta farið til London og tilbaka, fyrstu vikuna í október í fyrra, kostaði 31.900 krónur. Það var Iceland Express sem bauð best samkvæmt verðkönnun Túrista þann 5. september 2012. Í dag er það Wow Air sem er með lægsta verðið þessa sömu viku. Farmiðinn, að viðbættum innrituðum farangri, kostar rúmar þrjátíu og sex þúsund krónur eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Ferðunum til London hefur fjölgað töluvert frá því í fyrra þrátt fyrir að Iceland Express hafi lagt upp laupana. Ferðum Wow Air eru nú tólf en voru tvær, Icelandair hefur fjölgað um allt að fimm á viku og Easy Jet um eina.

Icelandair er með lægsta farið til Kaupmannahafnar og Oslóar eftir fjórar vikur en Wow Air og Norwegian ef farið er út í lok nóvemer eins og sjá má á næstu síðu.

Þróun fargjalda í viku 40 (30.september-6. október) milli ára þegar bókað er með fjögurra vikna fyrirvara

2013

2012 Breyting
London:
Easy Jet 43.128 kr. 34.357 kr. +26%
Icelandair 40.510 kr. 63.150 kr. -36%
Wow Air 36.268 kr. 32.928 kr. +10%
Kaupmannahöfn:
Icelandair 39.340 kr. 38.960 kr. + 1%
Wow Air 39.998 kr. Wow flaug ekki til Kaupmannahafnar
Osló:
Icelandair 34.970 kr. Osló var ekki hluti af verðkönnuninn í fyrra
Norwegian 43.505 kr.
SAS 69.176 kr.

Túristi hefur gert mánaðarlegar verðkannanir á flugi til Kaupmannahafnar og London í rúmt ár en Osló bættist við nýlega. Það er því ekki til samanburður á fargjöldum til Osló milli ára. Í verðkönnununum eru fundin ódýrustu fargjöldin, báðar leiðir, innan ákveðinnar viku og farangurs- og bókunargjöld eru tekin með í reikninginn.

Á næstu síðu má sjá þróun verðgjalda í viku 48 og hvaða félög bjóða lægstu fargjöldin til Kaupmannahafnar, London og Osló í lok nóvember. Smelltu hér.

HÓTEL: Berðu saman verð á ódýrum hótelum út um allan heim
BÍLALEIGUBÍLAR: Bókaðu bílaleigubíl fyrir sumarfríið