Samfélagsmiðlar

Haustútsala á hótelherbergjum

Það eru ekki bara forsvarsmenn flugfélaga sem eru í tilboðsgír þessi misserin. Hótelstjórar lækka líka verðið og á einni stærstu hótelbókunarsíðu heims, Hotels.com, hófst útsala í morgun. Túristi kíkti við.

Það eru margir Íslendingar sem halda út í heim í september og október samkvæmt mælingum Ferðamálastofu. Fólk á leið í borgarferð á þó til að bókagistingu með frekar stuttum fyrirvara. Þannig verða hótelstjórar í Kaupmannahöfn hissa ef þeim berst pöntun meira en fjórum vikum fyrir komu. Það því sennilega óhætt að fullyrða að margir lesendur Túrista hafi tryggt sér farseðil út en eiga eftir að ganga frá gistingunni. Í dag hófst útsala hjá hótelbókunarsíðunni Hotels.com og því einhverjir sem geta gert góð kaup. Hér eru nokkur verðdæmi í þeim borgum sem flogið er beint til frá Keflavík á næstu mánuðum.

Berlín

Sorat Hotel Ambassador er nokkuð hefðbundið þriggja stjörnu hótel, ekki langt frá verslunarhúsi KaDeWe. Hótelið fær fjóra af fimm í einkunn hjá notendum Tripadvisor og netið er frítt. Nóttin er á um ellefu þúsund krónur en er venjulega á tæpar fimmtán þúsund krónur. Sjá nánar hér.

Grand Hyatt Berlin er eitt af betri hótelum borgarinnar með spa og sundlaug á efstu hæð þaðan sem gott útsýni er yfir borgina. Þeir sem vilja búa vel og miðsvæðis í Berlín gætu freistast til að bóka tilboð hótelsins um 30 prósent afslátt ef gist er í þrjár nætur eða meira. Nóttin er þá á tæpar 25 þúsund krónur. Sjá nánar hér.

Edinborg

Í skoska höfuðstaðnum er þægilegast að koma sér fyrir á hóteli í gamla eða nýja bænum (Old Town og New Town). Á þeim slóðum er hægt að finna mörg þriggja og fjögurra stjórnu hótel sem bjóða þrjár nætur á bilinu 40 til 50 þúsund krónur. Sjá nánar hér.

Glasgow

Jurys Inn er hefðbundið breskt hótel, með heldur litlum herbergum og oftar en ekki útsýni út í dimman bakgarð. Staðsetningin er hins vegar góð og verðið sömuleiðis því þar má t.d fá þrjár nætur, fyrstu helgina í nóvember, á innan við fjörtíu þúsund krónur. Sjá nánar hér.

London

Það er ógrynni af hótelum í breska höfuðstaðnum á útsölu Hotels.com. Afslættir á þriggja og fjögurra stjörnu hótelum er því mjög mismunandi er meðalverð á þriggja stjörnu gistingu á að vera um tólf þúsund krónur. Það á þó heldur við hótel í útjaðrinum. Þeir sem vilja búa miðsvæðis borga oftast meira. En það getur borgað sig. Sjá nánar hér.

Orlando

Floridays Resort Orlando er talið eitt fjölskylduvænsta hótelið á Orlando samkvæmt notendum Tripadvisor. Hótelið býður vænan afslátt af gistingunni næstu mánuði. Sjá nánar hér.

Stokkhólmur

Hotel Birger Jarl fékk ágætis umsögn hjá Túrista í fyrra. Töluverðar framkvæmdir eru á hótelinu um þessar mundir og það útskýrir sennilega þann væna afslátt sem hótelstjórinn bíður næstu vikur. Nóttin fer niður í tæpar þrettán þúsund krónur fram til áramóta. Sjá nánar hér.

Hotel Rival er hótel í fínni endanum og er í eigu Benny Andersson úr Abba. Hótelið er við Mariatorget á Södermalm, einu líflegasta hverfi borgarinnar. Það er vananlega heldur dýrt að gista hjá Benny en þeir sem eru heppnir geta fundið nætur sem kosta um þrjátíu þúsund. Sjá nánar hér.

Toronto

Fairmont Royal York er eitt af þekktari hótelum Toronto. Það er risastórt og þessi misserin er unnið að viðhaldi á byggingunni. Það truflaði ekki útsendara Túrista sem gisti á hótelinu nýverið og getur mælt með því fyrir þá sem vilja búa miðsvæðis og í góðum tengslum við almenningssamgöngur innanbæjar og til flugvallarins. Það má finna gistingu á Fairmont á kringum tuttugu þúsund næstu vikur. Sjá nánar hér.

Útsala Hotels.com nær til fjölmargra áfangastaða og það gæti borgað sig að líta inn ef hugurinn stefnir út fyrir áramót.

VILTU 15% AFSLÁTT AF GISTINGU Í KAUPMANNAHÖFN


Mynd:
Nicho Södling/imagebank.sweden.se

Nýtt efni

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …