Samfélagsmiðlar

Haustútsala á hótelherbergjum

Það eru ekki bara forsvarsmenn flugfélaga sem eru í tilboðsgír þessi misserin. Hótelstjórar lækka líka verðið og á einni stærstu hótelbókunarsíðu heims, Hotels.com, hófst útsala í morgun. Túristi kíkti við.

Það eru margir Íslendingar sem halda út í heim í september og október samkvæmt mælingum Ferðamálastofu. Fólk á leið í borgarferð á þó til að bókagistingu með frekar stuttum fyrirvara. Þannig verða hótelstjórar í Kaupmannahöfn hissa ef þeim berst pöntun meira en fjórum vikum fyrir komu. Það því sennilega óhætt að fullyrða að margir lesendur Túrista hafi tryggt sér farseðil út en eiga eftir að ganga frá gistingunni. Í dag hófst útsala hjá hótelbókunarsíðunni Hotels.com og því einhverjir sem geta gert góð kaup. Hér eru nokkur verðdæmi í þeim borgum sem flogið er beint til frá Keflavík á næstu mánuðum.

Berlín

Sorat Hotel Ambassador er nokkuð hefðbundið þriggja stjörnu hótel, ekki langt frá verslunarhúsi KaDeWe. Hótelið fær fjóra af fimm í einkunn hjá notendum Tripadvisor og netið er frítt. Nóttin er á um ellefu þúsund krónur en er venjulega á tæpar fimmtán þúsund krónur. Sjá nánar hér.

Grand Hyatt Berlin er eitt af betri hótelum borgarinnar með spa og sundlaug á efstu hæð þaðan sem gott útsýni er yfir borgina. Þeir sem vilja búa vel og miðsvæðis í Berlín gætu freistast til að bóka tilboð hótelsins um 30 prósent afslátt ef gist er í þrjár nætur eða meira. Nóttin er þá á tæpar 25 þúsund krónur. Sjá nánar hér.

Edinborg

Í skoska höfuðstaðnum er þægilegast að koma sér fyrir á hóteli í gamla eða nýja bænum (Old Town og New Town). Á þeim slóðum er hægt að finna mörg þriggja og fjögurra stjórnu hótel sem bjóða þrjár nætur á bilinu 40 til 50 þúsund krónur. Sjá nánar hér.

Glasgow

Jurys Inn er hefðbundið breskt hótel, með heldur litlum herbergum og oftar en ekki útsýni út í dimman bakgarð. Staðsetningin er hins vegar góð og verðið sömuleiðis því þar má t.d fá þrjár nætur, fyrstu helgina í nóvember, á innan við fjörtíu þúsund krónur. Sjá nánar hér.

London

Það er ógrynni af hótelum í breska höfuðstaðnum á útsölu Hotels.com. Afslættir á þriggja og fjögurra stjörnu hótelum er því mjög mismunandi er meðalverð á þriggja stjörnu gistingu á að vera um tólf þúsund krónur. Það á þó heldur við hótel í útjaðrinum. Þeir sem vilja búa miðsvæðis borga oftast meira. En það getur borgað sig. Sjá nánar hér.

Orlando

Floridays Resort Orlando er talið eitt fjölskylduvænsta hótelið á Orlando samkvæmt notendum Tripadvisor. Hótelið býður vænan afslátt af gistingunni næstu mánuði. Sjá nánar hér.

Stokkhólmur

Hotel Birger Jarl fékk ágætis umsögn hjá Túrista í fyrra. Töluverðar framkvæmdir eru á hótelinu um þessar mundir og það útskýrir sennilega þann væna afslátt sem hótelstjórinn bíður næstu vikur. Nóttin fer niður í tæpar þrettán þúsund krónur fram til áramóta. Sjá nánar hér.

Hotel Rival er hótel í fínni endanum og er í eigu Benny Andersson úr Abba. Hótelið er við Mariatorget á Södermalm, einu líflegasta hverfi borgarinnar. Það er vananlega heldur dýrt að gista hjá Benny en þeir sem eru heppnir geta fundið nætur sem kosta um þrjátíu þúsund. Sjá nánar hér.

Toronto

Fairmont Royal York er eitt af þekktari hótelum Toronto. Það er risastórt og þessi misserin er unnið að viðhaldi á byggingunni. Það truflaði ekki útsendara Túrista sem gisti á hótelinu nýverið og getur mælt með því fyrir þá sem vilja búa miðsvæðis og í góðum tengslum við almenningssamgöngur innanbæjar og til flugvallarins. Það má finna gistingu á Fairmont á kringum tuttugu þúsund næstu vikur. Sjá nánar hér.

Útsala Hotels.com nær til fjölmargra áfangastaða og það gæti borgað sig að líta inn ef hugurinn stefnir út fyrir áramót.

VILTU 15% AFSLÁTT AF GISTINGU Í KAUPMANNAHÖFN


Mynd:
Nicho Södling/imagebank.sweden.se

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …