Hér leituðu flestir eftir hótelum í sumar

Það er flogið nokkrum sinnum á dag til Kaupmannahafnar og London á sumrin og þangað streyma íslenskir ferðalangar ef marka má hótelleitarvél síðunnar. Hér eru þær fimm borgir voru vinsælastar í sumar.

Það er hægt að bera saman verð á hótelum í meira en 220 löndum með hótelleitarvél Hotels Combined sem finna má hér á síðunni. Sífellt fleiri nýta sér þetta öfluga tæki til að finna gistingu í fríinu og í sumar fjölmenntu greinilega lesendur Túrista til Kaupmannahafnar og London. Langflestir bókuðu gistingu í þessum tveimur borgum.

Barcelona, Berlín og New York komu þar á eftir en þýska höfuðborgin hefur sótt í sig veðrið meðal íslenskra ferðalanga undanfarið og fjölgaði gistinóttum Íslendinga þar um nærri þriðjung á fyrri helmingi ársins.

Áhugi Íslendinga á Barcelona er líka eftirtektaverður því þangað var aðeins flogið sex sinnum í viku í sumar. Til samanburðar standa farþegum hér á landi til boða mun fleiri ferðir til borga eins og Amsterdam, Parísar, Stokkhólms, Oslóar og Boston.

Vinsælustu áfangastaðir lesenda Túrista í sumar:

  1. Kaupmannahöfn
  2. London
  3. Barcelona
  4. Berlín
  5. New York

TILBOÐ: 15% AFSLÁTTTUR Á GÓÐU HÓTELI Í KAUPMANNAHÖFN
BÍLALEIGA: RENTALCARS LOFAR LÆGSTA VERÐINU

Mynd: Visit London