Samfélagsmiðlar

Minni vélar hentugri til Íslandsflugs

bjornkjos

Á rúmum áratug hefur lággjaldaflugfélagið Norwegian farið frá því að fljúga aðeins innanlands í Noregi yfir í að verða annað stærsta flugfélag Skandinavíu. Bjørn Kjos, framkvæmdastjóri félagsins, var orustuflugmaður og lögmaður áður en hann snéri sér að flugrekstri. Í dag er hann einn umtalaðasti viðskiptamaður Norðurlanda og innan fluggeirans er fylgst grannt með honum því Norwegian er fyrsta evrópska lággjaldaflugfélagið sem hefur áætlunarflug til N-Ameríku og Asíu. Túristi hitti Bjørn Kjos í Stokkhólmi og ræddi meðal annars við hann um íslenska flugmarkaðinn.

„Ísland er spennandi áfangastaður og ég gæti vel hugsað mér flug þangað frá fleiri borgum. Við vitum að margir af þeim farþegum sem fljúga með okkur frá Osló til Keflavíkur nýta sér tengingu Icelandair til Bandaríkjanna. Ég vona því að við eigum eftir að senda fleiri farþega um borð í vélar Icelandair í framtíðinni. Ég flýg til dæmis alltaf með Icelandair til Seattle (innsk: þar sem verksmiðjur Boeing eru)“, segir Bjørn Kjos. Hann segir að minni þotur henti best í flugið til Íslands en ekki stórar eins og Dreamliner þoturnar sem félagið er nú að taka í gagnið og rúma allt að 330 farþega. En þess má geta að Icelandair festi kaup á þremur Dreamliner vélum árið 2006 en seldi réttinn á þeim til Norwegian fyrir tveimur árum síðan.

Munum stækka markaðinn

Eins og kom fram hér á síðunni í gær þá hyggst Norwegian meðal annars hefja flug til Orlando og Ft. Lauderdale á Flórída á næstunni. En Icelandair hefur um langt árabil flogið til fyrrnefndu borgarinnar. „Icelandair er mjög gott fyrirtæki, með færa stjórnendur og ég tel að við munum aðeins stækka markaðinn í Flórída en ekki bola Icelandair burtu“, svarar Kjos þegar hann er spurður hvort hann telji vera pláss fyrir tvö norræn flugfélög á Flórídaskaganum.

Hefur ekki trú á Ameríkufluginu

Norwegian hóf flug til New York í maí og forsvarsmenn Wow Air stefna á að gera slíkt hið sama í vor. Aðspurður um álit sitt á áformum Wow Air viðurkennir Bjørn að hann þekki ekki til félagsins. Hann bætir því við að það krefjist gífurlegs fjármagns að byggja upp það kerfi sem þarf til að halda úti áætlunarflugi til Bandaríkjanna og hann segist því draga í efa að þessi plön íslenska félagsins gangi upp.

Náði danska markaðnum vegna gjaldþrots Sterling

Norwegian hafði náð góðri fótfestu í heimalandinu og Svíþjóð en ekki í Danmörku fyrr en Sterling flugfélagið, sem var í eigu Íslendinga, varð gjaldþrota 28. október 2008. Daginn eftir að rekstur þess stöðvaðist tilkynnti norska félagið áform sín um stóraukna starfsemi í Kaupmannahöfn. Í dag er félagið það annað umsvifamesta á Kastrup á eftir SAS. Þegar Bjørn er spurður hvort hann telji að Norwegian hefði stækkað svona hratt, ef Sterling hefði haldið velli, segir hann það klárt að félagið hafi náð fótfestu í Danmörku vegna gjaldþrots keppinautarins. Hann telji hins vegar að vöxtur Norwegian hefði engu að síður orðið hraður því félagið hefði þá einbeitt sér að öðrum mörkuðum í stað þess danska. Þegar Bjørn er beðinn um að rifja upp samkeppnina við Sterling segir hann að hringl með flugleiðir hafi verið mikið hjá félaginu og hann hafi ekki alltaf skilið hvernig þær voru valdar, nefnir hann sem dæmi nokkrar ferðir á dag milli Kaupmannahafnar og Gautaborgar.

Fylgstu með Túrista á Facebook

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …