Svona verða nýju Ikea hótelin

Sænski húsgagnaframleiðandinn ætlar í selskap með amerísku hótelkeðjunni Marriot að opna þriggja stjörnu hótel út um allan heim. Fyrstu hótelin opna í Evrópu á næsta ári.

Það kostar sitt að gista á Marriot hóteli og eigendur keðjunnar vilja ná til breiðari hóps ferðamanna með því að bjóða upp á ódýrari herbergi. Félag í eigu Ikea húsgagnaframleiðandans ætlar í þetta verkefni með Marriot og strax á næsta ári munu fyrstu hótel keðjunnar opna undir heitinu Moxy í Mílanó, Frankfurt, Berlín og London. Það er flogið beint til allra þessara borga frá Keflavík og því líklegt að einhverjir lesenda Túrista eigi eftir að tékka sig inn á Moxy hótel fljótlega.

Eitt af því sem forsvarsmenn hótelanna lofa er aðstaðan verði smart og að ekki verði rukkað fyrir aðgang að þráðlausu neti. Einnig geta gestirnir fengið lánaðar tölvur og á hótelbarnum verður heimalagaður bjór.

Eigendur Ikea eru ekki nýgræðingar í hótelgeiranum því líkt og sagt var frá hér á síðunni þá hefur fyrirtækið lengi rekið mótel við fyrstu verslunina í Älmhult í Svíþjóð.

Hér eru tvær tölvuteikningar af útliti hótelanna:

VILTU 15% AFSLÁTT AF GISTINGU Í KAUPMANNAHÖFN