Stundvísitölur: Átta af hverjum tíu vélum komu á réttum tíma

klukka

Þó vélarnar hafi nær oftast farið í loftið á réttum tíma þá töfðust komurnar til landsins nokkuð oft á seinni hluta ágústmánaðar.

Komutími flugvéla ræðst af því hvað klukkan er þegar þeim er lagt upp að flugstöðvarbyggingunni en ekki lendingartíma. Á mörgum flugvöllum getur tekið langan tíma að keyra vélunum frá flugbraut að flugstöð og því gefur lendingartíminn ekki rétta mynd af stundvísinni. Komutímar, en ekki brottfarartímar, eru notaðir til viðmiðunar þegar stundvísiverðlaunum Flightstats er útdeilt. En í fluggeiranum þykir það mikil viðurkenning að hljóta þau.

Seinni hluta ágústmánaðar komu vélar Icelandair að Flugstöð Leifs Eiríkssonar á réttum tíma í 81 prósent tilvika og hjá Wow Air var hlutfallið 79 prósent. Ferðir Wow Air frá landinu hófust þó mun oftar á réttum tíma eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Þess má geta að við lestun vélar Wow Air þann 16. ágúst kom upp óhapp sem riðlaði áætlun fyrirtækisins og er tekið tillit til þess útreikningunum. Vegna mistaka við vinnslu stundvísitalna að þessu sinni þá var 24. ágúst ekki tekinn með í reikninginn.

Stundvísitölur Túrista – seinni hluta ágúst 2013

16.-31.ágúst. Hlutfall brottfara á tíma Meðalseinkun brottfara Hlutfall koma á tíma Meðalseinkun koma Hlutfall ferða á tíma Meðalseinkun alls Fjöldi ferða
Icelandair

86%

8 mín 81% 10 mín 83% 9 mín 936
WOW air 92% 4 mín 79% 16 mín 86% 10 mín 204

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfarartímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar frá öllum seinkunum. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.

Fylgstu með Túrista á Facebook

HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu og bókaðu besta kostinn
TILBOÐ: 15% afsláttur af gistingu á góðu hóteli í Köben

Mynd: Gilderic/Creative Commons