Samfélagsmiðlar

Stundvísitölur: Átta af hverjum tíu vélum komu á réttum tíma

klukka

Þó vélarnar hafi nær oftast farið í loftið á réttum tíma þá töfðust komurnar til landsins nokkuð oft á seinni hluta ágústmánaðar.

Komutími flugvéla ræðst af því hvað klukkan er þegar þeim er lagt upp að flugstöðvarbyggingunni en ekki lendingartíma. Á mörgum flugvöllum getur tekið langan tíma að keyra vélunum frá flugbraut að flugstöð og því gefur lendingartíminn ekki rétta mynd af stundvísinni. Komutímar, en ekki brottfarartímar, eru notaðir til viðmiðunar þegar stundvísiverðlaunum Flightstats er útdeilt. En í fluggeiranum þykir það mikil viðurkenning að hljóta þau.

Seinni hluta ágústmánaðar komu vélar Icelandair að Flugstöð Leifs Eiríkssonar á réttum tíma í 81 prósent tilvika og hjá Wow Air var hlutfallið 79 prósent. Ferðir Wow Air frá landinu hófust þó mun oftar á réttum tíma eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Þess má geta að við lestun vélar Wow Air þann 16. ágúst kom upp óhapp sem riðlaði áætlun fyrirtækisins og er tekið tillit til þess útreikningunum. Vegna mistaka við vinnslu stundvísitalna að þessu sinni þá var 24. ágúst ekki tekinn með í reikninginn.

Stundvísitölur Túrista – seinni hluta ágúst 2013

16.-31.ágúst.Hlutfall brottfara á tímaMeðalseinkun brottfaraHlutfall koma á tímaMeðalseinkun komaHlutfall ferða á tímaMeðalseinkun allsFjöldi ferða
Icelandair

86%

8 mín81%10 mín83%9 mín936
WOW air92%4 mín79%16 mín86%10 mín204

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfarartímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar frá öllum seinkunum. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.

Fylgstu með Túrista á Facebook

HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu og bókaðu besta kostinn
TILBOÐ: 15% afsláttur af gistingu á góðu hóteli í Köben

Mynd: Gilderic/Creative Commons

Nýtt efni

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …