Samfélagsmiðlar

Fáðu meira út úr borgarferðinni

Sex heilræði fyrir þá sem vilja nýta tímann og peningana vel í næstu stórborgarreisu.

Búa miðsvæðis

Það getur verið freistandi að bóka gistingu í úthverfum og lækka hótelreikninginn um þúsundir króna. Kostnaður við að koma sér inn í borgina að morgni og heim að kveldi gengur þó fljótt á sparnaðinn. Svo ekki sé minnst á tímann sem fer í ferðalögin. Í stórborgunum skiptir líka máli að velja hótel í þeim borgarhlutum sem þykja mest spennandi.

Bóka borð

Það er uppskrift að misheppnaðri veitingahúsaferð að rölta sársvangur um ókunnuga borg í leit að spennandi matsölustað. Það er því ágætt að kynna sér matarmenningu borgarinnar áður en lagt er í hann og bóka borð á áhugaverðum veitingastöðum. Það er líka um að gera a nýta hádegið til að borða á betri stöðunum því þá eru verðin oftast nær lægri en þau eru á kvöldin.

Sveigjanleiki

Það er oft dýrast að fljúga út á föstudegi og heim á sunnudegi. Þeir sem geta verið fram á mánudag eða jafnvel ferðast í miðri viku geta því stundum fengið ódýrari farmiða og gistingu. Í sumum borgum lækka hótelstjórarnir hins vegar verðið um helgar þegar viðskiptafólkið og erindrekarnir halda heim. Þetta á til dæmis við um Frankfurt og Brussel.

Kortleggja daginn

Í þriggja daga borgarferð getur verið gott að hafa drög að dagskrá. Til dæmis er heppilegt að heimsækja vinsæla ferðamannastaði að morgni til því raðirnar lengjast þegar líður á daginn. Flakk á milli hverfa getur verið tímafrekt og því fínt að gera hverjum borgarhluta góð skil á einu bretti. Ferð upp á hótel til að skipta um föt fyrir kvöldið tekur sinn tíma og því skynsamlegt að skilja flíspeysuna eftir heima og vera heldur í hlýjum fötum sem hægt er að fara í út um kvöldið.

Vita hvað er frítt

Það kostar ekkert að heimsækja mörg af bestu söfnum í heimi og önnur hleypa frítt inn einu sinni í viku. Á góðum degi getur líka verið gaman að rölta um fallegan skrúðgarð og taka aðeins upp veskið til að kaupa sér hressingu.

Nýta almenningssamgöngur

Það er þægilegt að setjast upp í leigubíl og láta keyra sig upp að dyrum. En neðanjarðarlestir eru oftast fljótasti ferðamátinn þó það taki smá tíma að átta sig á kerfinu. Og auðvitað kostar lestarmiðinn miklu minna en bílstjórinn rukkar.

VILTU 15% AFSLÁTT AF GISTINGU Í KAUPMANNAHÖFN

Greinin birtist fyrst í Fréttatímanum
Mynd: Visit Sweden/Nicho Södling

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …