Tugir véla taka á loft á sama tíma

Það fóru að jafnaði hátt í fimmtíu vélar á dag frá Keflavíkurflugvelli í sumar en þó bara ein í einu. Af þessu myndbandi að dæma þá er meiri ys og þys á flugvellinum í San Diego.

Á stóru flugvöllunum út í heimi standa þoturnar oft í röðum á flugbrautinni og taka svo á loft með stuttu millibili. Kvikmyndagerðamenn Cysfilm festu á filmu allar þær vélar sem flugu frá San Diego einn dagspart undir lok síðasta árs. Eins og sjá má þá hafa þeir átt lítillega við upptökurnar.

Departures from San Diego Int Airport Dec 27, 2012 from Cy Kuckenbaker on Vimeo.

VILTU 15% AFSLÁTT AF GISTINGU Í KAUPMANNAHÖFN

Skjámynd: Cysfilm