Vægi sumars og veturs breytist sára­lítið í ferða­þjón­ust­unni

Dreifing ferða­manna á milli tíma­bila hefur ekkert breyst þrátt fyrir að komum þeirra hafa fjölgað hratt síðustu ár. Vinsældir Íslands meðal Breta eru miklar.

Tveir af hverjum þremur erlendu ferða­mönnum sem heim­sækja Ísland koma yfir sumar­mán­uðina, maí til sept­ember. Þegar rýnt er í taln­ingar Ferða­mála­stofu á umferð um Leifs­stöð kemur í ljós að hlut­deild þessa tíma­bils, af heildar ferða­manna­fjöld­anum, hefur haldist á bilinu 63 til 66 prósent síðustu tíu ár. Um þriðj­ungur ferða­mann­anna dreifist á hina sjö mánuði ársins.

Mikil aukning frá Bretlandi

Síðast­liðinn vetur heim­sóttu sjötíu þúsund fleiri ferða­menn Ísland en veturinn þar á undan. Bretar stóðu undir fjörtíu prósent af þeirri aukn­ingu og í sumar nam fjölgun þeirra hér á landi um 28 prósent. Á sama tíma hefur framboð á flugi héðan til Bret­lands stór­aukist og í vetur verða ferð­irnar til London tvöfalt fleiri en fyrir tveimur árum síðan.

Mikil­vægi beins flugs sést vel á fjölgun rúss­neskra ferða­langa hér á landi því þeim fjölgaði um meira en helming í sumar en Icelandair hóf að fljúga til Sankti Péturs­borgar 1.júní. Það er í fyrsta skipta sem boðið er upp á áætl­un­ar­flug milli Íslands og Rúss­lands.

TILBOÐ: 15% AFSLÁTTTUR Á GÓÐU HÓTELI Í KAUPMANNAHÖFN
BÍLALEIGA: RENTALCARS LOFAR LÆGSTA VERÐINU