10 bestu ferðamannaborgir Evrópu

Það er aðeins flogið beint til tveggja af þeim borgum tíu borgum sem lesendur Conde Nast Traveler telja mest spennandi áfangastaðina.

Íslenskar ferðaskrifstofur hafa lengi boðið upp á borgarferðir til Búdapest í Ungverjalandi. Minna hefur farið fyrir ferðum til Flórens á Ítalíu en þessar tvær borgir voru nýverið valdar helstu ferðamannaborgir Evrópu af lesendum Conde Nast Traveler, eins útbreiddasta ferðatímarits í heimi.

Bronsverðlaunin og fimmta sætið féllu í skaut Salzburg og Vínar í Austurríki en þær eru jafnframt einu borgirnar á listanum sem flogið er beint til frá Keflavík. Ferðirnar eru þó fáar því Wow Air flýgur til þeirrar fyrrnefndu einu sinni í viku yfir vetrarmánuðina og Fly Niki fer til Vínar tvisvar í viku yfir sumarið.

Íslenskir ferðalangar eiga þó möguleika á að komast beint til fleiri borga á listanum því um páskana efnir ferðaskrifstofan Vita til ferðar til San Sebastian á Spáni en þessi mikla matarborg er í fjórða sæti á lista ferðaritsins. Ef ferðinni er heitið til Bruges í Belgíu þá flýgur Icelandair til Brussel í Belgíu frá vori og fram á haust og þaðan er ekki svo langt í hinn verndaða gamla bæ Bruges.

Enn sem komið er þá er ekkert beint áætlunarflug til Rómar eða Flórens frá Íslandi. Það er þó reglulega boðið upp á pakkaferðir til ítölsku höfuðborgarinnar á vorin og haustin hér á landi.

10 helstu ferðamannaborgir Evrópu að mati lesenda Conde Nast Traveler:

1. Búdapest
1. Flórens
3. Salzburg
4. San Sebastian
5. Vín
6. Róm
7. Siena
8. Bruges
9. Kraká
9. Prag

HÓTEL: Berðu saman verð á ódýrum hótelum út um allan heim
BÍLALEIGUBÍLAR: Bókaðu bílaleigubíl fyrir sumarfríið

Mynd:© WienTourismus/Christian Stemper