Áætlun Keflavíkurflugvallar stóðst oftar en gengur og gerist

Í samanburði við stærstu flugvelli Evrópu þá var stundvísin á Keflavíkurflugvelli til fyrirmyndar í síðasta mánuði.

Komutímar eru almennt notaðir til að skera úr um stundvísi flugfélaga en flugvellir eru dæmdir út frá því hversu oft brottfarartímar standast. Fyrirtækið Flightstats birti nýverið upplýsingar um stundvísina á þrjátíu og fimm stærstu flugvöllum Evrópu og þar kemur fram að ferðir frá þessum völlum hafi að jafnaði farið á réttum tíma í 72 prósentum tilvika. Best var stundvísin í Osló eða tæplega 88 prósent.

Keflavíkurflugvöllur er ekki hluti af skýrslu Flightstats en samkvæmt útreikningum Túrista stóðust brottfarartímar þar í 85 prósent tilfella í september. Aðeins fjórir af stærstu völlum Evrópu státuðu af annarri eins stundvísi í síðasta mánuði.

TENGDAR GREINAR: Komu of seint heim
TILBOÐ: 15% afsláttur á góðu hóteli í Kaupmannahöfn