Samfélagsmiðlar

Auðvelt að finna ódýrari bílaleigubíla í Orlando

Það eru margir Íslendingar sem brjóta upp veturinn með stuttri dvöl í sólarfylkinu Flórída. Þar er nauðsynlegt fyrir ferðamenn að vera með bifreið og samkvæmt verðkönnun þá borgar sig ekki að leigja bílinn beint af þekktustu bílaleigunum.

orlando skilti 860

Ertu á leið til Flórída í vetur og þarft að leigja bíl? Þá skaltu frekar bóka hann í gegnum vefsíðu sem sérhæfir sig í verðsamanburði á bílaleigubílum í stað þess að panta á heimasíðu bílaleigufyrirtækjanna. Það getur nefnilega munað tugum prósenta á leiguverðinu samkvæmt verðkönnun sem Túristi gerði á bílaleigum við Sanford flugvöll í Orlando, heimahöfn Icelandair á Flórída.

Stór á verði meðalstórs

Sá sem er á leið út eftir hálfan mánuð og á eftir að bóka bíl getur fengið millistóran bíl á tæpar 27 þúsund krónur hjá Rentalcars.com. Samskonar bíll kostar tíu þúsund krónum meira hjá Budget en fyrir þá upphæð má fá stóran fjölskyldubíl (Mini-Van) hjá fyrrnefna fyrirtækinu. Í febrúar bjóða Budget og Hertz töluvert hærri verð en þau sem Rentalcars.com og Dohop finna.

Í öllum tilvikum var ódýrast að leigja bíl hjá Rentalcars.com en þar fær leigutakinn ekki að vita hjá hvaða leigufyrirtæki bíllinn er fyrr en gengið hefur verið frá pöntun. Hins vegar kemur fram að bifreiðin verði frá „leiðandi birgi“ eins og það er orðað á vefsíðunni. Þess má geta að útsendari Túrista bókaði bíl hjá Rentalcars.com í sumar og fékk bíl hjá Hertz.

Dagsetningarnar í könnuninni voru valdar af handahófi en miðað var við átta daga leigutíma í kringum flugáætlun Icelandair í Orlandó. Ótakmarkaður akstur, kaskótrygging og skattar voru hluti að leiguverðinu í öllum tilvikum.

Verð á bílaleigubílum við Sanford flugvöll í Orlandó:

Meðalstór bíll (Intermediate)
1.-9.nóv.’13
7.-15.feb.’14
Budget36.749 kr.35.325 kr.
Dohop28.898 kr.31.945 kr.
Hertz33.039 kr.52.478 kr.
Rentalcars*26.784 kr.29.243 kr.
Stór bíll (Mini-Van)
1.-9.nóv.’13
7.-15.feb.’14
Budget57.260 kr.52.560 kr.
Dohop41.567 kr.43.844 kr.
HertzUppseldur68.071 kr.
Rentalcars*36.487 kr.39.012 kr.

 

 

 

 

*Rentalcars.com varð fyrir valinu þegar Túristi valdi sér samstarfsaðila til að sjá um bílaleiguleit Túrista. Verðlagið og sú staðreynd að síðan er á íslensku skiptu þar höfuðmáli.

TENGDAR GREINAR: Sex bestu fjölskylduhótelin í Orlando

 

Nýtt efni

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …

Útlit er fyrir að það hægist aðeins um í ferðaþjónustunni á þessu ári miðað við hraðan vöxtinn á síðasta ári. Ísland endurheimti ferðafólkið hraðar eftir heimsfaraldurinn en flest önnur lönd en nú er hægari gangur í bókunum. Þar hafa eldsumbrotin á Reykjanesskaga sín áhrif en hátt verðlag hér á landi fælir líka einhverja frá. Á …