Farið út lækkar milli ára

Það er ódýrara að kaupa sér farmiða til London og Kaupmannahafnar núna en það var á sama tíma í fyrra. Hjá Easy Jet hefur orðið allt að þriðjungslækkun.

Það eru þrjú félög sem fljúga héðan til London og á þessum tíma í fyrra var Icelandair ódýrasti kosturinn ef ferðinni var heitið út eftir fjórar vikur. Núna hafa Easy Jet og Wow Air lækkað sín verð og kostar farið með þeim, að viðbættu farangurs- og bókunargjaldi, næstum það sama og hjá Icelandair. Easy Jet er þó dýrasti kosturinn. Ef heimsækja á höfuðborg Bretlands í fjórðu viku næstu árs þá er breska lággjaldaflugfélagið ódýrara en samkeppnisaðilarnir.

Athygli vekur að fargjöld Icelandair til Kaupmannahafnar og London hafa nær ekkert breyst milli ára samkvæmt mánaðarlegum verðkönnunum Túrista á meðan Easy Jet og Wow Air hafa lækkað sín verð.

Miklu ódýrara til Oslóar

Í fyrra var ódýrasta farið hjá Wow Air til Kaupmannahafnar 220 krónum á lægra en það ódýrasta hjá Icelandair í viku 44 (26.nóv-2.des). Núna hefur lægsta fargjald Wow Air lækkað um rúmlega fimmtung og er munurinn á félögunum tæpar ellefu þúsund krónur.

Þeir sem ætla til Oslóar á næstunni komast þangað um næstu mánaðarmót fyrir rúmar tuttugu þúsund krónur með Norwegian og það sama er upp á teningnum ef fara á út í janúar eins og sjá má töflunum hér fyrir neðan. SAS og Icelandair eru dýrari. Farið til norsku höfuðborgarinnar er því mun ódýrara en til London og Kaupmannahafnar.

Í verðkönnunum Túrista eru fundin ódýrustu fargjöldin, báðar leiðir, innan sömu viku og reiknað er með að lágmarksdvöl í útlöndum sé tvær nætur. Farangurs-, bókunar- og kreditkortagjöld eru tekin með í reikninginn.

Þróun fargjalda í viku 48 (25.nóvember-1.desember) milli ára þegar bókað er með fjögurra vikna fyrirvara

2013

2012 Breyting
London:
Easy Jet 43.642 kr. 53.567 kr. -18,5%
Icelandair 40.710 kr. 40.780 kr. -0,2%
Wow Air 40.424 kr. 45.825 kr. -11,8%
Kaupmannahöfn:
Icelandair 47.090 kr. 46.780 kr. +0,7%
Wow Air 36.301 kr. 46.560 kr. -22%
Osló:
Icelandair 35.050 kr. Osló var ekki hluti af verðkönnuninn í fyrra
Norwegian 23.196 kr.
SAS 29.716 kr.


Í þessum mánaðarlegu könnunum Túrista eru fundin lægstu fargjöldin, báðar leiðir, innan ákveðnar viku hjá hverju félagi fyrir sig. Gert er ráð fyrir að lágmarksdvöl í útlöndum sé tveir sólarhringar. Farangurs- og kreditkortagjöld eru tekin með í reikninginn (sjá samantekt yfir aukagjöld hér). Verð voru fundin á heimasíðum félaganna 3. október 2013 og 2012.

Á næstu síðu má sjá þróun verðgjalda í viku 4 2014 og hvaða félög bjóða þá lægstu fargjöldin til Kaupmannahafnar, London og Oslóar. Smelltu hér.

HÓTEL: Berðu saman verð á ódýrum hótelum út um allan heim
BÍLALEIGUBÍLAR: Bókaðu bílaleigubíl fyrir vetrarfríið

 

Mynd:visitlondonimages/ britainonview/ Pawel Libera