Níunda hver brottför á vegum erlendra flugfélaga

Þrettán félög buðu upp á reglulegar ferðir frá Keflavík í september og þar af voru þrjú íslensk. Nærri þrjár af hverjum fjórum brottförum voru á vegum Icelandair.

Það voru farnar rétt rúmlega þúsund áætlunarferðir frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði. Þar af buðu íslensku félögin Icelandair, Wow Air og Primera Air upp á ríflega níu hundruð ferðir. Það jafngildir 88,5 prósent af öllum brottförum samkvæmt útreikningum Túrista.

Í sumar var það hið þýska Airberlin sem var umsvifamesta erlenda félagið en Íslandsflugi þess lýkur ávallt um miðjan september. Easy Jet er því á ný það félag sem er með flestar ferðir fyrir utan Icelandair og Wow Air eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Í vetur verður boðið upp á beint flug til 33 áfangastaða frá Keflavík.

Vægi umsvifamestu félaganna á Keflavíkurflugvelli í september, í brottförum talið:

  1. Icelandair: 73,4%
  2. Wow air: 14,3%
  3. Easy Jet: 3,4%
  4. SAS: 2,5%
  5. Airberlin: 1,3%
  6. Norwegian:1,3%

Fylgstu með Túrista á Facebook

TILBOÐ: 15% afsláttur af gistingu í Kaupmannahöfn
BÍLALEIGUBÍLL: Rentalcars lofar lægsta verðinu

Mynd: Isavia