20 ódýrustu lággjaldaflugfélög Evrópu

Farmiðinn er að jafnaði ódýrastur hjá Ryanair en þegar hefðbundin aukagjöld eru tekin með í reikninginn þá er írska flugfélagið ekki lengur það hagstæðasta. Wow Air er næstdýrasta lággjaldafélagið samkvæmt könnun evrópskrar flugbókunarsíðu.

Forsvarsmenn lággjaldaflugfélaga rukka farþega oftar en ekki fyrir innritaðan farangur, val á sætum og fyrir að greiða með kreditkorti. Það enda því fáir með því að borga það fargjald sem félögin auglýsa sem það lægsta. Til að mynda leggst 995 króna bókunargjald við hverja pöntun hjá Wow Air.

Sérfræðingar bókunarsíðunnar Whichairline.com hafa rýnt í fargjöld næstu mánaða hjá tuttugu lággjaldaflugfélögum til að fá úr því skorið hvar fargjaldið er að jafnaði lægst og hvað flugmiði kostar þegar farangri og kreditkortagjöldum hefur verið bætt við. Í úrtakinu voru aðeins tekin millilandaflug og lenti Wow Air í næstsíðasta sæti. En vegna fjarlægðar Íslands við meginland Evrópu þá má reikna með að flugtímar félagsins séu að jafnaði lengri en hjá hinum félögum nítján og það hefur áhrif á verðið. Hins vegar er það aðeins franska félagið Hop! sem rukkar meira fyrir innritaðan farangur og bókunargjöld en Wow Air gerir samkvæmt könnuninni.

Ódýrustu lággjaldaflugfélögin samkvæmt Whichairline.com, verðin eru umreiknuð í krónur:

Sæti Félag Farmiði+20kg taska+bókunar- eða kreditkortagjöld Meðalfargjöld Aukagjöld
1 Pegasus Airlines 10,433 10,433 0
2 Wizz Air 12,505 10,028 2,477
3 Blue Air 13,612 10,806 2,807
4 Ryanair 13,778 9,650 4,128
5 easyJet 14,854 12,047 2,807
6 Air One 15,024 13,208 1,816
7 Eurolot 16,023 16,023 0
8 Volotea 17,129 14,653 2,477
9 Vueling 17,832 15,686 2,146
10 flybe 18,465 14,833 3,632
11 Meridiana 20,022 20,022 0
12 germanwings 20,420 18,356 2,064
13 Transavia 21,801 18,499 3,302
14 airBaltic 23,152 18,863 4,289
15 HOP! 23,216 18,263 4,953
16 Norwegian 23,560 22,074 1,486
17 Monarch Airlines 26,330 24,351 1,980
18 Jet2 27,316 24,592 2,724
19 WOW air 31,268 26,918 4,350
20 Fly Thomas Cook 34,136 30,504 3,632

BÍLALEIGA: Rentalscars.com lofar lægsta verðinu
TILBOÐ: 15% afsláttur á góðu hóteli í Kaupmannahöfn

Mynd:  Easy Jet