Stundvísitölur: Komu of seint heim

klukka

Icelandair og Wow Air gekk verr að halda áætlun á leið sinni til landsins en þegar haldið var út í heim.

Um átta af hverjum tíu ferðum Icelandair og Wow Air í síðstliðnum mánuði voru á réttum tíma. Eins og oft áður eru það komutímarnir í Keflavík sem standasta sjaldnar en brottfarartímar samkvæmt útreikningum Túrista.

Flugvélar á vegum Wow Air lögðu upp að Leifsstöð á réttum tíma í 69 prósent tilvika í september en hjá Icelandair var hlutfallið 77 prósent. Til samanburðar héldu komutímar fimmtíu stærstu flugfélaga Evrópu í 85 prósent tilfella í ágúst  samkvæmt tölum greiningafyrirtækisins Flightstats. Tölur septembermánaðar liggja ekki fyrir hjá fyrirtækinu.

Meðalstöf á ferðum Icelandair og Wow Air var 2 til 8 mínútur eins og sjá má töflunni hér fyrir neðan.

Stundvísitölur Túrista – september 2013

1.-30.september. Hlutfall brottfara á tíma Meðalseinkun brottfara Hlutfall koma á tíma Meðalseinkun koma Hlutfall ferða á tíma Meðalseinkun alls Fjöldi ferða
Icelandair

87,4%

2,2 mín 77% 3,8 mín 82% 3 mín 1517
WOW air 88,4% 2,7 mín 69% 8,1 mín 79% 5,4 mín 291

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfarartímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um minna en korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru 14 mínútur dregnar frá öllum seinkunum sem eru lengri en 15 mínútur. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.

Fylgstu með Túrista á Facebook

HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu og bókaðu besta kostinn
TILBOÐ: 15% afsláttur af gistingu á góðu hóteli í Köben

Mynd: Gilderic/Creative Commons