Utanferðum Íslendinga fjölgar á ný

Það fóru fleiri Íslendingar til útlanda í september í ár en í fyrra. Það sem af er ári hefur þróunin hins vegar verið á annan veg.

Fyrstu níu mánuði ársins flugu 274 þúsund íslenskir farþegar til útlanda frá Keflavíkurflugvelli. Það er fækkun um rúmlega þrettán hundruð farþega frá sama tíma í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu.

Í september varð hins vegar viðsnúningur því þá fóru 33.488 Íslendingar til útlanda en þeir voru 32.313 í september á síðasta ári. Þetta er í fyrsta skipti síðan í febrúar að brottförum Íslendinga fjölgar milli mánaða þegar síðustu tvö ár eru borin saman.

Október vinsæll eftir hrun

Flestir fara til útlanda yfir sumarmánuðina þrjá en október er líka mjög vinsæll ferðamánuður. Í fyrra flugu til að mynda fleiri Íslendingar frá Keflavík í október en í júlí og þannig var það líka árin 2009 og 2010. Fyrir hrun voru haustin hins vegar ekki svona vinsæl í samanburði við sumarmánuðina.

HÓTEL: Hér finnur þú ódýra gistingu út um allan heim